Vikan - 22.02.2000, Blaðsíða 60
FYRSTU
MOTBARURNAR
Jennífer Love Hewitt
hefur verið á stöðugri
uppleið í Hollywood síðan
hún kom fram á sjónar-
sviðið í þáttunum Ein á
báti (Party of Five), og er
orðin ein vinsælasta ung-
lingastjarnan í bransan-
um. Framleiðendur þátt-
anna ákváðu að gera
sérstaka þáttaröð fyrir
hana sem fór í loftið síð-
astliðið haust en þrátt
fyrir mikla kynningu þá
fær serían ekki mikið
áhorf. Þáttunum, sem
kallast Time of Your Life,
var kippt af dagskrá í
febrúar og óvíst er með
framhaldið. Ekki bætir úr
skák að allt hefur verið í
uppnámi í einkalífi
leikkonunnar og kærasti
hennar, Carson Daly,
hætti með henni og byrj-
aði með söngkonunni
Christinu Aguilera. Jenni-
fer er þó ekkert að velta
sér upp úr volæði og
segist staðráðin í að hafa
gaman af lífinu, sama
hvað tautar og raular.
„Ég ætia aldrei á lífsleið-
inni að gera eitthvað sem
ég hef ekki gaman af,“
segir stúlkan í viðtali við
Cosmopolitan.
BJARGAÐI
HJONABANDINU
Leikarinn Wiliiam Bald-
wífi verður 37 ára hinn
21. febrúar og hann er í
sjöunda himni þessa
dagana. Fyrir ári síðan
var allt í hnút í hjóna-
bandihans og söngkon-
unnar Chynnu Phillips en
nú eiga þau von á sínu
fyrsta barni, sem er
væntanlegt í heiminn á
hverri stundu. Þau höfðu
reynt að eignast barn
síðan þau giftu sig fyrir
fimm árum en tókst það
ekki. „Við höfðum reynt
allt,“ sagði Chynna við
vinkonu sína. „Jafnvel að
hanga niður úr Ijósa-
krónu!" En eftir fjölmarg-
ar og fjölbreyttar tilraunir
var gamanið farið úrtil-
raununum og síðastliðið
vor munaði minnstu að
þau gæfust upp og
sæktu um skilnað. Það
var ekki fyrr en að þau
fóru til frjósemissérfræð-
ings að þeim tókst loks
ætlunarverkið og sjá nú
fram á bjarta framtíð.
SALGREINDI
SJALFAN SIG
Keisey Grammer leikur
geðlækni í sjónvarpsþátt-
unum vinsælu, Frasier,
og hann segist kunna
ýmislegt fyrirsérá því
sviði. Hann átti í miklum
sálarflækjum þegar hann
var yngri. Pabbi hans var
myrtur á hrottafenginn
hátt þegar Kelsey var
ungur og þegar hann óx
úr grasi ánetjaðist hann
eiturlyfjum. Honum gekk
illa í leiklistinni og var
mjög þunglyndur. En á
gamlárskvöld árið 1975
kom vendipunkturinn í lífi
hans. Hann var einn á
gangi niður Broadway í
átt að á Times torgi þar
sem var verið að fagna
nýju ári. „Ég sá fagnandi
mannfjöldann í fjarlægð
og fór að hugsa um
hversu mikill aumingi ég
var. Ég stoppaði og sál-
greindi sjálfan mig. Ég
ákvað að breyta lífi mínu
og gefa mig allan í leik-
listina. Örfáum mánuðum
síðar fékk ég mitt fyrsta
hlutverk og hef aldrei séð
eftirþví," segir Grammer.
ENGAR
BARDAGAKONUR
Drew Barrymore er
þessa dagana að leika í
mynd sem kallast
Charlie's Angels. Hún er
byggð á frægum sjón-
varpsþáttum sem nutu
mikilla vinsælda í Banda-
ríkjunum á sínum tíma.
Þar leikur Drew á móti
Cameron Diaz og Lucy
Lui. Þær leika einkaspæj-
ara sem berjast við harð-
snúna óþokka en Drew
er svo mótfallin byssu-
bardögum í kvikmyndum
að hún heimtaði að þær
lærðu austurlenskar bar-
dagaiistir í staðinn.
Framleiðendur myndar-
innar, stórfyrirtækið Sony,
réð sérfræðinga í spark-
boxi til að kenna skvís-
unum réttu hreyfingarnar
en það gekk ekki eins vel
og vonastvar til. „Þær
leggja sig allar fram en
eiga enn langt í land,“
segir sjónarvottur. Fram-
leiðendurnir eru að gef-
ast upp á þessu og eru
nú að íhuga aðrar leiðir,
svo sem staðgengla í
bardagaatriðin.
EKKIMED OLLUM
MJALLA
Leikarinn Billy Zane,
sem lék óþokkann í
Titanic, hefur mikinn
áhuga á að reyna fyrir sér
sem leikstjóri og frum-
raun hans verður „mann-
úðleg ástarsaga um
mann sem stofnar leikfé-
lag fyrir geðveika.“ Zane
er nú að safna styrktar-
aðilum fyrir myndina sína
sem hefur fengið nafnið
Uptown en handritið
skrifaði Steve Pink sem
einnig samdi handritið að
myndinni Grosse Point
Blank. Zane, sem hefur
alltaf þótt nokkuð sérvit-
ur, lék síðast í ódýrri
kanadískri mynd sem
kallast Taxman og hann
gerði það fyrir smáaura.
Astæðan var mistök um-
boðsmanns leikarans.
Zane hreifst mjög af
handriti að annarri mynd
sem einnig kallaðist
Taxman en umboðsmað-
urinn sendi hann áfund
með röngum kvikmynda-
framleiðendum. Zane
fannst þetta svo fyndið
að hann ákvað að leika í
myndinni.
í GJÖRGÆSLU
Bítiiiinn George Harrí-
SOn hefur undanfarnar
vikur dvalið á Barbados
þar sem hann er að jafna
sig eftir hnífsstungu sem
hann varð fyrir rétt fyrir
áramót. Góðvinur hans,
Rod Stewart, heimsótti
hann á dögunum með
nýjustu fylgdardömu
sinni, háskólastúdentin-
um Penny Lancaster.
Harrison slapp ótrúlega
vel eftir að hafa barist við
vopnaðan innbrotsþjóf á
heimili sínu í Oxfordskíri.
Bítillinn ákvað að bæta
öryggiskerfið hjá sér og
ætlar nú að borga 70
milljónum meira á ári í
öryggisgæslu á heimili
sínu. Hinir bítlarnir hafa
líka lýstyfir áhyggjum af
því að eftirhermur láti til
skarar skríða og heyrst
hefur að Paul McCartney
og Ringo Starr hafi báðir
stóraukið öryggisgæslu
við heimili sín auk þess
sem Yoko Ono, ekkja
Johns Lennons, er í öng-
um sínum en hún býr
enn í húsinu í NewYork
þar sem Lennon var
myrtur fyrir framan árið
1980.