Vikan - 22.02.2000, Blaðsíða 41
(2,2,2,1,1) lykkju = (40) 44 (46) 50 (52) lykkjur
eru eftir. Prjónið þar til bakstykkið frá úrfellingu
mælist (18) 19 (19) 20 (21) sm. Fellið af (18) 20
(20) 22 (22) lykkjur á miðju stykkinu og prjónið
hvora hlið fyrir sig. Fellið áfram úr á hverjum
prjóni við hálsmálið 1 lykkju þrisvar sinnum = (8)
9 (10) 11 (12) lykkjur eru eftir á öxlinni. Fellið af
eða setjið lykkjurnar á hjálparþráð þegar hand-
vegurinn mælist (21)22 (22) 23 (24) sm. Prjónið
upp hinum megin á sama hátt.
Framstykki:
Fellið af við handveginn í báðum hliðum eins og
á bakstykkinu og prjónið þar til handvegurinn
mælist (12) 13 (13) 13 (14) sm. Fellið af (10) 12
(12) 14 (14 lykkjur á miðju stykkinu og prjónið
hvora hlið fyrir sig. Fellið af við hálsmálið 1
lykkju á hverjum prjón fimm sinnum, síðan á
öðrum hverjum prjón tvisvar sinnum = (8) 9 (10)
11 (12) lykkjur eru eftir. Prjónið í fulla lengd og
fellið af eða setjið lykkjurnar á hjálparþráð.
Prjónið hina hliðina á sama hátt.
FRÁGANGUR:
Lykkið eða saumið saman á öxlunum.
Hálskantur:
Byrjið við annan axlasauminn og prjónið upp
u.þ.b. (72) 76 (76) 80 (80) lykkjur á prjóna nr. 6.
Snúið við og fellið fast af frá röngunni með slétt-
um lykkjum. Saumið saman kantinn. Prjónið upp
u.þ.b. (58) 61 (61) 64 (67) lykkjur í kringum um
hvorn handveg á sama hátt og fellið af frá röng-
unni. Saumið saman.
Saumið þvottamerki innan í vestið.
AXLAHLÍF úr flLFfl-
garni irá TINNU
Stærðir: (S-M) M-L
Yfirvídd: (104) 115 sm.
Sídd, án hálslíníngar-. U.h.b. (28) 32 sm.
ALFA Fjöldi af dokkum
Gráyrjótt 1050: (5)6
ADDIPRJÚNAR FRÁ TINNO
Hringprjónar 40 og 80 sm nr. 6 og 7.
PRJONFESTA Á ALFA-.
13 lykkjur með sléttu prjóni á prjóna nr. 7 = 10
sm.
Ef of laust er prjónað þarf ffnni prjóna.
Ef of fast er prjónað parf grófari prjóna.
Axlahlífin er prjónuð neðan frá og upp. Fram- og
bakstykkið og axlastykkið prjónast hvert í sínu
lagi fyrstu (7) 8 sm og síðan saman á hringprjón.
AXLASTYKKI:
Fitjið upp (33) 36 lykkjur á prjóna nr. 7 og prjónið
3 prjóna garðaprjón = 2 garðar. Haldið áfram og
prjónið sléttprjón (fyrsta prjón á réttunni), en 2
fyrstu og 2 síðustu lykkjurnar eru alltaf prjónaðar
sléttar. Þegar stykkið mælist (7) 8 sm er það lagt
til hliðar og annað eins stykki prjónað.
RAKSTYKKI:
Fitjið upp (37) 41 lykkju á prjóna nr. 7 og prjónið
garða + sléttprjón með 2 kantlykkjum hvorum
megin eins og á axlastykkjunum. Prjónið þar til
stykkið mælist (7) 8 sm. Leggiö stykkið til hliðar
og prjónið framstykkið á sama hátt.
RERUSTYKKI:
Setjið alla hlutana saman á hringprjón nr. 7:
Vinstra axlarstykki, framstykkið, hægra axlar-
stykki, bakstykki = (140) 154) lykkjur í allt. Hald-
ið áfram og prjónið slétt prjón í hring yfir allar
lykkjurnar. Þegar axlahlífin mælist (21) 25 sm frá
fitinni eru teknar úr (12) 14 lykkjur með jöfnu
millibili á fram- og bakstykkinu = (116) 126
lykkjur. Prjónið 4 prjóna með sléttu prjóni án úr-
töku. Á næsta prjóni eru teknar úr (26) 28 lykkjur
með jöfnu millibili yfir allar lykkjurnar = (90) 98
lykkjur. Prjónið 4 prjóna án úrtöku. Á næsta
prjóni eru teknar úr (20) 24 lykkjur með jöfnu bili
= (70) 74 lykkjur. Axlahlífin á nú að mælast
u.þ.b. (28) 32 sm frá fitinni. Prjónið einn prjón og
skiptið yfir á prjóna nr. 6. Prjónið stroff, 1 slétta
og 1 brugðna lykkju, í hring þar til hálslíningin
mælist 11 -12 sm. Fellið af með sléttum og
brugðnum lykkjum.
Saumið þvottamerki innan í flíkina.