Vikan


Vikan - 21.03.2000, Side 4

Vikan - 21.03.2000, Side 4
Kæri lesandi Blessað lambið! Það er fokið í flest shjol. Ekki nóg meö þaö aö kjúkling- arnir séu meö kamfýló heldur er fiskurinn orðinn svo dýr aö maður fær andarteppu þegar maður lítur á verðmerking- arnar. Hvernig er þetfa hægt? Fiskurinn - skepna sem allan ársins hring þarf hvorki aö fóöra, hafa á húsi né hirða. Hann er bara dreginn upp úr okkar sameiginlegu (uhumm) fiskimiðum. Auðvitað þarf bæði skip, áhöfn og olíu, en mér er sama, þetta verðlag er samt bilun og þetta var ekki svona fyrr en fiskmarkaðirnir komu til. Og þetta er ekki það eina,- hvernig ersvo komið fyrir blessuðu lambinu, já, fjallalambinu sem flestir íslendingar eru aldirupp á? Það vill það varla nokkur maður lengur. Á hverju lif- um við þá? Pizzum, ham- borgurum og SS- pysl- um? Eða ætlum við kannski bara að borða svína- og nautakjöt? Nýjustu fréttir herma að lambakjötsneysla sé alltaf að minnka og á 15 árum hefur neyslan farið úr 40 í 25 kíló á mann á ári. Það var mikil hneykslun og hryggð sem fylgdi þessari frétt og menn skildu bara ekkert í þessu. Hvernig stendurá því að þjóðin svíkur ís- lensku sauðkindina svona? Ég skal segja ykkur af hverju. Ég verð nefnilega að viðurkenna að ég er einn af svikurunum þótt mér og minni fjölskyldu finnist lambakjöt mjög gott. Og ekki bara að mér finnist lambakjöt betra en flest annað kjöt, heldur veit ég að það er hollara en margt annað kjöt. Gall- inn er bara sá að mark- aðssetning á lambakjöti er marga áratugi á eftir tímanum. Menn verða að gera sér grein fyrir því að fólk velur sér hráefni sem passar því. Hráefni sem hentar matarvenjum og matreiðslusiðum samtím- ans. Tökum bara fáein dæmi: Hvernig stendur á því að það þarf að slátra öllum skjátum landsins á hálf- um mánuði og frysta svo allt draslið sem ekki selst á þessum tíma? Hvurs- lags nýting er þetta eigin- lega á mannafla, slátur- húsnæði og hráefninu sjálfu? Við viljum nýtt, vel unnið kjöt, ekki kjöt sem erilla hangið, búið að frjósa og misþyrma í sög. Af hverju er enn verið að saga frosið lambakjöt í spað? Slíkur frágangur á kjötinu hentar ekki nú- tímafólki. Það hefur hvorki kunnáttu nétímatil að verka níðsagað kjötið og gera úr því mat sem það hefur lyst á. Nútímafólk vill ekki soðna lamba- kjötsbita, löðrandi ífitu. Við höfum ekki einu sinni gott af þessum mat miðað við það hvernig vinnu og hreyfingu okkar er háttað nú átímum. Auðvitað vilja margir halda í hefðirnar og borða lambasteik „a la mamma" og sem betur fer hafa margar kjöt- vinnslur fundið sér hag í að koma lambalærinu á framfæri. En hvers vegna fær maður enn kótelett- urnar sínar sagaðar bein- frosnar í skakkar sneiðar með beinflísunum stand- andi eins og örvaroddum út í loftið? Það er einfaldlega ekki von að okkur langi í þetta. Ég skal svo sannarlega borða mín 40 kíló af lambakjöti og jafnvel sjá til þess að strákamir mínir borði líka sinn skammt ef ég get fengið að kaupa lambavöðva, rétt sagaðar kótelettur og beðið kjöt- iðnaðarmanninn að úvega mér það kjöt sem hentar mér í þá (því miður) fljót- legu matreiðslu sem ég neyðist til að stunda vegna tímaskorts í miðri viku. Og ég er viss um að þetta gildir um fleiri ís- lendinga, bæði konur og karla. Skoðanakönnun En Vikan er komin full af forvitnilegu efni að vanda. Með þessu blaði fylgir skoðanakönnun sem við vonumst til að sem flestir lesendur okkar taki þátt í. Til þess að okkur takist ætlunarverk okkar, að búa til blað sem lesendum okkar líkar, þurfum við að vita hvers þeir óska og hvað af efni okkar hittir í mark. Skoðanakönnunin er okkar tæki til að búa til blað handa þér,- blað sem færir þér lesefni við hæfi. Taktu þátt og njóttu Vik- unnar! Jóhanna Harðardóttir, ritstjóri Jóhanna Steingerður Margrét V. Ingunn B. Guðmundur Harðardóttir Steinars- Helgadóttir Sigurjóns- Ragnar rítstjóri dóttir blaðamaður dóttir Steingrímsson blaðamaður auglýsinga- grafískur stjóri hönnuður 4 Vikan Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir, vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði hf. Seljavegi 2, sími: 515 5500 fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson, sími: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, sími: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir, vikanaugl@frodi.is. Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrímsson. Verð í lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. á eintak. Ef greitt er með giróseðli 390 kr. á eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Áskriftarsími:

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.