Vikan


Vikan - 21.03.2000, Side 26

Vikan - 21.03.2000, Side 26
texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir Konur eru murg- falt líklejjri til aft þjást af sykur- fíkn en karlar. Hefur þú einhvern tímann fundið fyrir alveg óbæri- legri löngun í syk- ur jafnvel þótt þú megir ekki við því og það falli ekki inn í nýja megrunarkúrinn? Hef- ur þú einhvern tímann hugs- að með þér: „Eg verð að fá súkkulaði og það strax?“ Ef þessar hugsanir hafa leitað á þig getur þú huggað þig við það að þú ert ekki ein(n) um þær. Margir finna fyrir þessari miklu löngun í sykur og sæt- indi. Jafnvel þeir sem passa vel upp á mataræðið, ætla sér að grennast eða mega alls ekki fitna láta undan löngun- inni ef þörfin er mjög sterk. A eftir fylgir oft heiftarlegt sam- viskubit en lönguninni í syk- ur hefur þá verið fullnægt, að minnsta kosti í bili. Líklega finna mun fleiri konur fyrir þessari sterku sykurþörf en karlar. Ástæðurnar fyrir syk- urfíkninni eru margvíslegar, s.s. of lágur blóðsykur eða skortur á einhverjum bæti- efnum eða vítamínum. Tengist tíðahringnum Margar konur eru sérstak- lega veikar í alls kyns sætindi og þar með talið súkkulaði vikuna fyrir blæðingar. í sum- um tilfellum stafar sykurþörf- in frekar af andlegum ástæð- um en líkamlegum. Horm- ónabreytingar valda skap- sveiflum og tilfinninganæmi og þá er ráð margra að leita sér huggunar í sætindum. Önnur skýring er hins veg- ar sú að sumar konur þurfa einfaldlega allt að 500 fleiri hitaeiningar vikuna fyrir blæðingar en aðrar vikur. Eins og flestir vita er sykur bara hrein orka og þegar ork- una vantar getur því verið freistandi að ná sér í fljót- tekna orku úr sætindum. Sókn í sykur getur einnig bent til þess að mataræðið sé ekki nógu gott og viðkom- andi vanti einhver næringar- efni eða vítamín. Margar konur sem átt hafa við sykurfíkn að stríða, sér- staklega vikuna fyrir blæðing- ar, segja að þær finni fyrir minni sykurlöngun ef þær taka B-vítamín og kalk reglulega. sykurfikn 26 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.