Vikan


Vikan - 21.03.2000, Page 27

Vikan - 21.03.2000, Page 27
Kcglulcg hrcytlng gctur slcgið vcrulega Ráð 09 úrbætur Eins og sumir eru haldnir áfengisfíkn eru aðrir haldnir sykurfíkn. Fíknin stafar fyrst og fremst af þeirri góðu and- legu og líkamlegu tilfinningu sem sætindin leysa úr læðingi hjá sykurfíklunum. Ef þú verður að byrja dag- inn á því að fá þér eitthvað sætt eða til þess að hafa stjórn á skapinu gætir þú verið syk- urfíkill. Þá gæti verið ráðlegt að sneiða hjá sykri í nokkra daga og sjá hvernig líkaminn bregst við. Ef þú heldur það ekki út þarftu e.t.v. á hjálp læknis eða næringarráðgjafa að halda. Þegar vinna á bug á sykur- fíkn eða koma í veg fyrir hana er mikilvægt að borða reglu- lega og verða aldrei mjög svöng. Ef þú sleppir úr máltíð er líklegt að orkan minnki og þú freistist til að fá þér fljót- tekna orku, þ.e.a.s. sætindi. Að minnsta kosti þrjár vel samsettar og hollar máltíðir á dag og e.t.v. hollur aukabiti eins og ávextir eða popp á milli mála eru því lykillinn að minni sykurfíkn. Rannsóknir hafa auk þess sýnt að aðrir orkugjafar eins og soðin hrísgrjón, soðnar kartöflur og hveitibrauð um- breytast jafnar í orku en syk- ur. Kosturinn við að grípa til þessara orkugjafa er sá að þeir innihalda, ólíkt sykrin- um, trefjar, vítamín og stein- efni. Einnig er hægt að bæla niður hina óbærilegu sykur- löngun með reglulegri hreyf- ingu. Hreyfingin eykur nefni- lega insúlínsvörun líkamans og tryggir þar með rétt blóð- sykurmagn í líkamanum. Auk þess er líkamsrækt góð fyrir sjálfstraustið og þegar það vex verður þörfin fyrir að leita sér huggunar í sætindum e.t.v. minni. Dulbúinn sykur Þeir sem hyggjast sneiða hjá sykrinum eftir bestu getu ættu að lesa innihaldslýsing- ar matvæla mjög gaumgæfi- lega. Gott er að hafa í huga að sykur er ekki endilega skráð- ur sem sykur á innihaldslýs- ingum vara. Hann getur nefnilega verið í dulargervi! Sykur getur verið dulbúinn sem glúkósi, hunang, síróp, umbreyttur sykur, tvísykra, maltósi eða sykurreyr. Sumar fæðutegundir, ,s.s. morgun- korn og múslí, innihalda allt að fjórar tegundir sykurs þótt þær séu auglýstar sem sykur- litlar heilsuvörur. Séu allar sykurtegundirnar lagðar saman getur sykurmagnið orðið mjög hátt. Til viðmið- unar segja næringarfræðing- ar að ekki sé æskilegt að 100 grömm af morgunkorni eða múslíi innihaldi meira en 10 grömm af sykri. Þá er bara að ráðast gegn sykurfíkninni og leggja hana að velli. Hársnyrti- og sólbaðsstofan Mœtt útiit Núpalind 1 • 2 00 Kópavogi **betri líbcM1 Pöntunarsímar: 564-564-7 564-564-8 Afqreiöslutími hársnvrtistofu: Mán.&fim. kl. 09.00 - 22.00 Miö/ þri. & fös. kl. 09.00 - 18.00 Laugardaga kl. 10.00 -16.00 Afareiðslutími sólbaðsstofu: Mán. - fim. kl. 09.00 - 23.00 Föstudaga kl. 09.00 - 20.00 Laugardaga kl. 10.00 - 20.00

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.