Vikan


Vikan - 21.03.2000, Qupperneq 29

Vikan - 21.03.2000, Qupperneq 29
 og þær ræddu lengi saman. Mamma var reyndar margsinnis búin að reyna að ræða þessi mál við mig, reyna að fá mig til að borða og sannfæra mig um að ég yrði að hitta sálfræð- ing. Vinkona mín kvaddi mig þetta kvöld með þeim orðum að hún myndi ekki tala við mig fyrr en ég væri farin að borða aftur og lifa eðlilegu lífi. Svo skellti hún hurðinni á eftir sér. Ég veit núna að hún var viti sínu fjær af hræðslu um að ég myndi deyja og hún var að horfa á bestu vinkonu sína vesl- ast upp og verða að engu. Mamma taldi mig á að leita hjálpar og það var með sem- ingi sem ég fór með henni til heimilislæknis- ins okkar. En hann reyndist betri en enginn og eftir tvær heimsókn- ir til hans hafði honum tekist að fá mig til að hitta geðlækni. Fyrsta skrefið í baráttunni við átröskunarsjúkdóma er að fá viðkomandi til þess að viðurkenna að hann eigi við vandamál að stríða. Það er anorexíusjúklingum sérlega erfitt því hjá þeim snýst lífið fyrst og fremst um þráhyggjukenndar hugmynd- ir um stjórnun á eigin lífi. Geðlæknirinn byrjaði á því að hjálpa mér að sjá hlutina í öðru ljósi og gera mér grein fyrir að ég gæti verið við stjórnvölinn, án þess að svelta mig. Það væru til aðr- ar leiðir. Ég fór til hans einu sinni í viku í heilt ár og hann lét mig m.a. halda matardagbók og skrifa niður hvaða til- finningar væru að brjótast um í huga mér þegar ég væri að borða. Ég fékk líka þunglynd- islyf sem hjálpuðu mér að komast yfir erfiðasta hjallann. Ég var orðin þung- lynd af anorexíuástandinu en einnig er líklegt að ég hafi þjáðst af depurð áður en ég fór að svelta mig, án þess að ég hafi gert mér grein fyrir því. Það er víst algengt hjá ungum stelpum sem erumeð anorexíu að þunglyndi sé ein af undirliggjandi orsökum þess að þær þrói með sér þennan átröskunarsjúkdóm. Meðferðin bar árangur með dyggri aðstoð fjölskyldu minnar og vinkonu. Það tókst að koma mér í skilning um að ein smákaka úr bakaríinu mun ekki sitja ævilangt á mjöðmunum á mér. Ég fleygði vigtinni og forðaðist spegla á meðan ég var smám saman að ná mér. Það má segja að ég hafi rétt sloppið fyrir horn því stúlkur sem þjást af anorexíu geta eyðilagt eðlilegan beinvöxt sinn sem einnig getur valdið ótíma- bærri beinþynningu. Ég vona innilega að þær stelpur sem lesa um þessa lífs- reynslu mína leiti sér hjálpar strax ef þær kannast við sjálf- ar sig í sögu minni. Og svona í lokin þá langar mig að benda á það að Barbie, sem er í reynd fyrirmynd margra stúlkna, myndi ekki geta stað- ið í fæturna ef hún væri ekki úr plasti. Beinþynningin væri búin að taka sinn toll ef hún væri af holdi og blóði og það sem meira er; hún væri löngu látin úr anorexíu. Lesandi segir Hrund Hauksdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Heiinili»luii}’i() er: Vikun - „Lífsrcynslusuga", Seljuvegur 2, 101 Keykjuvík, Nefl'ung: vikun@fr()di.is Vikan 29 Að kyngja sannleíkanum Að lokum var svo komið að ég var orðin tæplega 40 kíló og leit hroðalega út. Ég var hætt að hafa blæðingar. Krakkarnir í skólanum voru farnir að hvíslast á og stara á mig þegar ég gekk framhjá þeim. Ég hætti að mæta í leik- fimi út af þessu og líka vegna þagnarinnar sem myndað- ist í sturtuklefanum þegar ég þvoði mér. Leik- fimikennarinn var líka farinn að taka mig afsíðis og tala alvarlega við mig og ég þoldi það ekki. Besta vinkona mín reyndi stöðugt að fá mig til að leita mérhjálpar og eitt kvöldið brotn- aði hún niður og grét inni í herbergi hjá mér. Hún sagði grát- bólgin við mig: „Skilur þú ekki hvað þetta er orðið sjúkt? Þú ert með anorexíu á háu stigi og gætir dáið!“ Svo hljóp hún grátandi inn í stofu til mömmu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.