Vikan


Vikan - 21.03.2000, Blaðsíða 61

Vikan - 21.03.2000, Blaðsíða 61
 FÉLL FVRIR M' i:! i! W im DROTTNING HEIMIUSINS Leikarinn gamalkunni William Shatner, sem er best þekktur sem Kapteinn Kirk í Star Trek, var ekki lengi að jafna sig eftir fráfall eiginkonu sinnar. Nerine Shatner drukknaði í sundlauginni heima hjá þeim í ágúst síðastliðnum en hún hafði átt við langvarandi áfengis- og eiturlyfja- vandamál að stríða. Aðeins fjórum mánuðum síðar var Shatner kominn með nýja dömu upp á arminn. Kapteinn Kirk kannaði nýjar lendur með Christiane Callil, 37 ára sambadansmeyju, sem hjálpaði honum að komast yfir sorgina. Þau hafa sést margoft saman, bæði í I\lew York og Los Angeles, undanfarna mánuði. Christiane er brasilísk, á tvö misheppnuð hjónabönd að baki og var að skilja við seinni eiginmanninn eftir að- eins fimm mánaða hjónaband þegar hún kynnt- ist Shatner. Hann hefur reynt sitt besta til að halda sambandinu leyndu en það reynist oft erfitt fyrir stjörnurnar í Hollywood. Þess má geta aö Shatner á dóttur, Lisabeth, sem er jafngömul og ástkonan. Aretha Franklin heldur upp á 58 ára afmælið sitt með stórveislu í Detroit hinn 24. mars, daginn fyrir sjálft afmælið. Þangað hefur mörgum stórstjörnum úr tónlistarheiminum verið boðið en Aretha segir að hún muni ekki syngja sjálf í veislunni. Aretha er jafnan kölluð drottning soul tónlistarinnar og henni líkar vel við þá nafnbót. „Hvað er það besta við að vera drottning?" spurði hún sjálfa sig i sjónvarps- viðtali fyrir skömmu. „Bara það aö vera drottning," var svarið. „Drottning soul tónlistarinnar er bara sviðsnafn en heima fyrir er ég drottning heimilisins. Ég er sannkölluð heimilisgyðja!" Aretha segist hafa ýmislegt á prjónunum. „Eg ætla að opna kjúklingastað sem býður upp á bestu kjúklinga i heimi." msSk 'U-'' wfc-'tisr-Æ ffl l| , \T ''fe.-'- * * *,, *» JhiM*ii,. EKKIANÆGOUR Undanfarnir mánuðir hafa verið annasamir hjá Díönu Ross. Söngkonan gekk frá skilnaði við eiginmann sinn, norska milljónamæringinn Arne Næss í febrúar eftir 14 ára hjónaband. Um svipað leyti tilkynnti hún að ætlunin væri að lífga við við Supremes söngsveit- ina. Það verður fróðlegt að sjá hvort Diana, Mary Wil- son og Cindy Birdsong fara aftur í tónleikaferðalag en fyrst mun Diana þó koma fram án þeirra á stórtónleik- urm í Madison Square Garden í New York. Hún verður samt ekki ein á báti því þarna verða líka margar aðrar stórstjörnur. Þetta eru svokallaðir dívutónleikar sem tónlistarstöðin VH1 stendur fyrir hinn 9. apríl. I fyrra voru það Tina Turner, Cher, Elton John, Whitney Hou- ston og fleiri góðir sem tróðu upp saman og talið var að erfitt myndi að toppa það stjörnulið. Ekki er búið að tilkynna hverjar verði dívurnar í ár en talið er öruggt að Ðíana verði þar fremst í flokki. Allur ágóði af tónleik- unum rennur til tónlistarkennslu í Bandaríkjunum. Þetta er stór vika í lífi breska tónlistarmannsins Eltons Johns. Hann verður 53 ára hinn 25. mars en tveimur dögum áður verður söngleikurinn Aida frumsýndur á Broadway en hann er samstarfsverkefni Eltons og fjöl- skyldufyrirtækisins Disney. Samstarfið hefur reyndar ekki gengið of vel að undanförnu. Elton samdi tónlist- ina og Disneyfyrirtækið er búið að setja háar fjárhæðir í að gera söngleikinn að þeim flottasta sem komið hefur á fjalirnar á Broadway. En þegar söngleikurinn var prufukeyrður var Elton ekki ánægður. Salurinn var full- ur af fólki þegar Elton stóð upp og strunsaði út. Hann sagði að lögin væru ekki flutt eins og hann vildi hafa þau. Disneyfyrirtækið ákvað að gera breytingar og prufukeyra söngleikinn upp á nýtt - aö þessu sinni bara fyrir Elton. Enginn annar fékk aögang til að tryggja að viðbrögð tónlistarsnillingsins lækju ekki í fjölmiðla. c-, Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.