Vikan


Vikan - 16.02.1984, Blaðsíða 30

Vikan - 16.02.1984, Blaðsíða 30
Margir þeirra spekinga fyrri alda sem spáöu í norðurljósin töldu þau eiga upptök handan jaröneskrar tilvistar — og viti menn, þeir öldnu spekingar höföu í vissum skilningi rétt fyrir sér: þaö er sólin sem orsakar norður- ljósin. Þessi kvikandi ljósbelti hafa á undanförnum árum oröiö rann- sóknarefni fjölmargra vísinda- manna. Raunar voru ýmsar merkar rannsóknir, sem enn er vitnaö til, gerðar um aldamótin 1900 og á næstu áratugum eftir þaö. Einna merkastur þeirra tíma vísindamanna á þessu sviði var Norðmaöurinn Carl Störmer. Hann fann meðal annars út í hvaöa hæð norðurljósin eru. Á síð- ari árum hafa vísindamenn skoð- aö norðurljósin á ýmsa vegu — með litrófsmælum, viðtækjum, ratsjám, úr eldflaugum og frá gervihnöttum. Á síðustu öld höfðu menn þegar gert sér grein fyrir því að ljósbelt- in yfir heimskautasvæðunum eru mest og litríkust nokkrum dögum eftir að miklar sprengingar hafa átt sér staö á yfirborði sólarinnar. Fyrir tveim áratugum kom svo á daginn að frá sólinni stafar stöö- ugum straumi af rafeindum, svo- nefndum sólarvindi. Rafeindir og róteindir (prótón- ur) rjúka frá yfirboröi sólar og þeytast út í geiminn í allar áttir frá sólinni. Þessi sólarvindur (eða kannski réttara sagt sólarstorm- ur) fer með nokkurra hundraöa kílómetra hraöa á sekúndu. Hann bylur meðal annars á segulsviði jaröarinnar. Segulsvið jarðar myndast vegna hreyfinga fljótandi málma í iörum jarðar. Hraðfara sólar- vindurinn lendir á segulhjúpnum sem umlykur jörðina og mótar lögun hans þannig að í stað kúlu- lögunar hefur segulsviðiö keilu- lögun. Sá hluti segulsviösins sem veit viö sólu á hverjum tíma flest út aö vissu marki og er hæð segulhjúps- ins frá jörðu um það bil 60.000 kíló- metrar þeim megin. Hinum meg- in — þar sem nótt ríkir á hverjum tíma — er segulsvið jarðar keilu- laga og teygist nokkrar milljónir kílómetra út í geiminn. Sólarvindurinn bylur á segul- hjúpnum og að auki þýtur hann meöfram segulhjúpnum og heldur áfram út í geiminn í átt frá jörðu og sólu. En sumar rafeindanna og róteindanna í honum halda ekki áfram, þær dragast vegna áhrifa segulorkunnar inn í segulhjúpinn keilulagaða. Það sem meira er um vert — sumar breyta algjör- lega um stefnu. Segulsvið jarðar nær tökum á þessum örsmáu raf- eindum og dregur þær í gagnstæða átt viö þá sem þær komu úr. Raf- eindirnar frá sólinni berast inn á hraöbraut í segulkeilu jarðarinnar og stefna nú með 10.000 kílómetra hraða á sekúndu í átt að jarðkúl- unni. Segulskautin verka mest á þessar rafeindir frá sólinni og í lok síns langa ferðalags rekast þær í námunda við heimskautin á ysta lag lofthjúps jarðarinnar, svo- nefndan hitahjúp (thermosphere). Hringlaga svæði í háloftunum marka árekstrarstaðina kringum hvorn pól, nánar tiltekið eru þess- ir hringir meö miöju í segulpólun- um og hafa 23 breiddargráöa radíus. Sólarrafeindirnar rekast inn í hitahjúpinn sem umlykur jöröina í 100 til 300 kílómetra hæð yfir yfir- borði jarðarinnár. Líkja má segul- sviði jarðarinnar nálægt segul- skautunum við sogstrompa sem hafa efra opið þar sem sólarraf- eindirnar rekast inn í hitahjúpinn. Stromp-opin sem soga að sér raf- eindimar í 100—300 kílómetra hæð eru hringlaga og lýsandi af því að orkan í sólar-rafeindunum verkar á lofttegundirnar yst í lofthjúp jarðar, eins og rafeindir verka á gastegundir í neon-ljósi. Raforkan lýsir lofttegundirnar upp. Þessi glóandi hringlaga orkusvið um- hverfis segulskautin sjáum við oft, og okkar megin á jöröinni nefnast þau norðurljós. Séð úr gervihnetti lítur „stromp-opið” út eins og kóróna umhverfis segul- skautið í noröri (sjá mynd á bls. 29). Noröurljósin eru sem sé ekkert einangrað fyrirbæri, þau eru hinn sýnilegi hluti gífurlegs rafkerfis sem dælir milljónum megavatta af raforku- og varmaafli inn i gegnum efri lög lofthjúpsins yfif heimskautunum. Þessi ofboös- lega orka, sem sólarrafeindirnar flytja eftir segulhraðbrautinni i átt til jarðar, leysist úr læðingi i fareindahjúpnum. Súrefnisfrum- eindir yfir heimskautunum hlað- ast orku frá sólar-rafeindunum og gefa frá sér hinn kunnuglega gul' græna lit í norðurljósunum. E rafeindirnar komast í um 100 kílO' metra hæð yfir jörðu rekast þær a köfnunarefnisfrumeindir mynda eldrautt ljós. Aöeins eitt prósent af sólarork- unni sem berst meö sólarvindiO' um verður sýnilegt sem noröur- ljós. Mestur hluti þessarar orku breytist í varma, segulorku og a einhverju marki í útvarpslang' bylgjur. Þær síðastnefndu beras út í geiminn og gætu nýst geimfof' um sem langbylgju-stefnuvitar. Vegna sólarraforkunnar, sern bylur í sífellu á fareindahjúpnurir leiðir loftið í honum vel. Loíti0 þama uppi er blanda af jákvætt og neikvætt hlöðnum rafeindum frumeindum og nefnist plasma" gas. Af þessum ástæðum verka' fareindahjúpurinn eins og spegi á útvarpsbylgjur, hann endur varpar stuttbylgjum og gerir ok ur kleifar útvarpssendingar mi landa. Þessi sólarorka breytist eins og áður segir meðal annars í segn orku og veldur stundum sego stormum á jörðu niðri. Árið 1" fylgdu miklar norðurljósasýning ar í kjölfar sólargosa. Sú segu orka sem jafnframt barst til jar ar olli því að 230.000 volta straum' breytir í Kanada sprakk °g V1 vegar í Bandaríkjunum slökk straumrofar orkuveitna skyIlU lega á sér. í miðvestur-fylkj Bandaríkjanna dró í nokkrar mm. útur um helming úr rafstraun hiá ríifvpitiiniim Orkusviðin yfir heimskaut ^ um, þessir sogstrompar se ^ draga til sín milljóna ampera ra straum frá sólinni, hafa líka 3 þýðingu. Svæðin innan Þessa j sogstrompa verka líkt og op u^ geiminn og þaðan er hægt J stunda ýmsar mikilvægar ran sóknir á segulfyrirbærum og 0 um orkufyrirbærum úti í Se um. Og ekki væri ónýtt að ge‘, notað þessa orku þarna upP Orkan sem veldur skini nor ljósanna í eina klukkustund Ja gildir 100 milljörðum kíl°v stunda — meö öðrum orðum , faldri ársframleiðslu rafmagn íslandi! 30 Víkan 7. tbl. Vor- og jumartúkan '84: ^itir heilmikið peysu- ®l,,ið tískuspekúianta afa blússur og kjólar a*‘ð innreið sína ý‘ faraldurinn virðist álíka smit- 3ndi og sá fyrri.. 7*enn með jafn- °likar hug- ^yndir um f'sku og til daeniis Kenzo ^nars vegar og Yves Saint ^aurent hins vegar taka fullan þátt í leiknum, að sjálfsögðu u °r a sinn mátann. Af blússunum spretta svo hugmyndir sífl ^ola 09 ma nokkra slíka á næstu síðum. Á þessari La ^ 6rU “r v°rtiskunni frá tískuhúsi Yves Saint ,-ents og kannski eitthvað eigi eftir að ná svipuðum ^ nfum og blússuhugmyndirnar frá júlísýningu tísku- Ss‘ns- Að sögn tískuskríbenta hjá Washington Post og s-1'3*1* ^r’*June voru eftirlfkingar af blússunum gerðar af J°ræningja"saumastofum um allan heim. ■oeranai lúxujfatnadur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.