Vikan - 16.02.1984, Blaðsíða 48
^^fj^ósturinn
AIRMAIL
PAR AVION
Fjölbrautaskóli,
pillan og fóstureyðingar
Kœri Póstur.
Ég er hérna með nokkrar
spurningar sem mig langar
að fá svör við.
1. Hvaða skammstöfun er á
Fjölbrautaskólanum á
Sauðárkróki ?
2. Hver er venjulegur lág-
marksaldur til að fá pill-
una ?
3. Hvað kostar að fá hana og
fœst hún í öllum apótekum á
landinu?
4. Verður barnsfaðirinn aö
skrifa undir ef maður œtlar
að fá fósturegðingu. (Hvað
ef maður man ekki hvað
hann heitir?)
5. Verður maður ekki
slappur eftir fóstureyðingu
og verður maður að leggjast
inn á spítala?
Jœja, þetta œtti að vera
nóg í bili.
Bœjó, M. T.
1. Skammstöfunin fyrir Fjöl-
brautaskólann á Sauðárkróki er
FÁS og stendur einfaldlega fyrir
Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki.
Pósturinn getur einnig frætt þig á
því að þar eru nú 264 nemendur.
2. Þessu er dálítið vandsvaraö því
ákveðið aldurstakmark er ekki til.
Það eru skiptar skoðanir meðal
lækna um þessi mál en flestir eru
þó sammála um að gefa stúlkum
ekki pilluna fyrr en tíða-
blæöingarnar eru orðnar nokkuð
stöðugar með reglulegu egglosi.
Venjan er sú að leyfa notkun pill-
unnar hafi stúlkan haft reglulegar
tíðir í 2 ár og telji læknirinn hana
hafa heilsu til að taka hana.
Það eru heldur engar reglur til um
það aö það þurfi samþykki for-
eldra í þessu máli og læknar og
aðrar heilbrigðisstéttir eru
bundnar þagnarheiti. Ef þú vilt
ekki að aðrir viti um pillutökuna
er þaö þitt mál en auðvitað er
ákjósanlegt aö geta rætt um þessi
mál við einhvern eldri og reynd-
ari. Sumir læknar geta verið
tregir til að gefa pilluna og telja að
með því séu þeir að gera ungum
stúlkum kleift að hafa samfarir án
þess að verða ófrískar og þaö
hvetji til lauslætis. Aðrir hafa svo
þá skoðun að stúlkur sem eru
farnar að vera með karlmönnum
eigi að sjálfsögöu að geta fengið
pilluna til að komast hjá því að
eignast börn, kannski sjálfar rétt
komnar af barnsaldri. Áður en
stúlka fær pilluna þarf hún að láta
lækni skoöa sig til að ganga úr
skugga um að engir sjúkdómar
séu í móöurlífi. I slíkri skoðun er
einnig mældur blóðþrýstingur.
Pillan er talin örugg getnaðarvörn
nema 14 fyrstu dagana þegar hún
er tekin í fyrsta skipti. Læknir
upplýsir svo um hvíldir frá pill-
unni og annað þegar þú ferð í
skoðun.
3. Pilluna átt þú að geta fengiö í
öllum apótekum en verðið er
mismunandi eftir tegundum og
þaö er læknirinn sem ráöleggur
hvaða tegund hentar best. Verðið
er eitthvað í kringum 300 krónur
fyrir 3 skammta (3 mánuðir). Það
er algengast að pillan sé tekin inn
einu sinni á dag í 21 dag og síðan
gert hlé í 7 daga áður en byrjað er
á nýjum skammti. I þessu hléi
koma svo blæðingarnar. Mjög
mikilvægt er að gleyma aldrei aö
taka pilluna því við þaö minnkar
öryggið.
4.1 íslensku fóstureyðingalöggjöf-
inni segir aö fóstur megi ekki vera
eldra en 12 vikna til þess að leyfi-
legt sé að framkvæma fóstureyð-
ingu nema í undantekningatilfell-
um þar sem heilsu móður er ef til
vill stefnt í hættu. Það ber að hafa
í huga aö fóstureyðing er og
verður alltaf neyðarúrræði og
skyldi enginn hugsa sér hana sem
getnaðarvörn. Fóstureyðing er
nokkuð sem engin kona flanar aö.
Ef stúlka er ekki orðin 16 ára
þurfa foreldrar hennar að vita um
aðgeröina en þeir geta þó ekki
ráðið því hvort hún fer fram eöa
ekki. Ef stúlka fær ekki traust og
hald hjá foreldrum ætti hún að
leita til annarra fullorðinna sem
hún þekkir og treystir. Samkvæmt
lögum á eiginmaður eða barnsfað-
ir að taka þátt í umsókn um fóstur-
eyðingu nema sérstakar ástæður
mæli gegn því en ef þið erum
ósammála um hvort fóstureyöing
skuli fara fram er þaö að sjálf-
sögðu þín afstaöa sem ræður úr-
slitum. Varöandi þaö sem þú
skrifar innan sviga í sambandi við
það aö muna ekki nafn á barns-
föðurnum þá líst Póstinum hreint
ekkert á þau mál. Enginn ætti aö
iðka kynlíf nema hann langi
raunverulega til þess og ef
tilfinningarnar eru ekki til staðar
við iðkun kynlífsins og þú veist
ekki einu sinni meö hverjum þú
ert hverju sinni ættir þú að bíða
meö allt slíkt til betri tíma.
5. Eins og bent hefur verið á eiga
fóstureyðingar alls ekki að koma í
staðinn fyrir getnaðarvarnir, þær
eru neyðarúrræði og geta verið
erfitt andlegt álag á stúlkur. Þú
skalt alls ekki láta þér detta í hug
að fóstureyðing sé eitthvað sem þú
getur notað sem getnaðarvörn.
Aögerðin er framkvæmd á sjúkra-
húsi fyrir 12. viku og er lítil hætta
á eftirköstum en hættan eykst
eftir því sem lengra er liðið á með-
göngu. Örlítið hærri hiti og auknar
blæöingar eru algengar. Ef
blæðingar eru mjög miklar og hit-
inn hár á að snúa sér til sjúkra-
hússins þar sem aðgerðin var
gerð. Blæðingar vara síðan í
nokkra daga eftir aðgerðina og er
nauðsynlegt aö fara vel með sig í
nokkurn tíma, til dæmis er ekki
ráölegt að fara í baðkar eða hafa
samfarir fyrsta hálfa mánuðinn
vegna sýkingarhættu en allt þetta
er brýnt fyrir viðkomandi eftir
aðgerðina. Aö lokum vill Póstur-
inn aftur minna þig á að fóstureyð-
ing er ekki getnaðarvörn. Þetta er
mikilvæg ákvöröun og það leikur
sér enginn aö því að láta eyða
fóstri.
David Bowie
Hœ, kæri Póstur. .
Ég er aðdáandi DaVl
Bowie og langar að vita
hvort ekki er til klúbbui
fyrir aðdáendur hans. óó11'
þú sagt mér hversu gatno
Bowie er, hvar og hvena’
hann er fœddur og hvo
hann er giftur. Er ekki h&9
að fá grein um hann °9
plakat íVikunni.
Aðdáand'■
Heimilisfangið hjá aðdáen&j
klúbbi David Bowie er: EI«
America Records, 1370 Avenue
The Americas, New York, N-
10019. .
David, sem heitir fullu na ^
David Robert Jones, fæddis
janúar 1947 í suðurhluta Lundu^
og er því rúmlega 37 ára 8arna t
Eftir því sem Pósturinn _ken
næst er David nú laus og liöug ^
að minnsta kosti er ekki vita
þess að hann sé kominn í d)° ,
band, en hann var giftur áður
son sem er líklega 7 eða »
gamall og heitir Zowie. Eitt
hefur Pósturinn heyrt að
bandið hafi ekki gengið þar £ll
David var nokkuð laus íraSina 0[].
það leiddi að lokum til þess a .
an kvaddi. Það er ekki mjög a r
síðan Vikan birti grein og myn ^
kappanum en aldrei að vita n ,
það geti oröið aftur meö 1 2
tíma.
íímm
bókí blaðformi
fæstá næsta
b/aðsölustað
48 Vikan 7. tbl.