Vikan


Vikan - 16.02.1984, Blaðsíða 61

Vikan - 16.02.1984, Blaðsíða 61
Ekki er öil trúin mannanna eins. Flestir láta sér nægja að tilbiðja guð almáttugan en ekki geta allir verið eins. Danska hljómsveitin Mercyful Fate hefur til dæmis alltaf einn aukagest á uppákomum sínum, nefnilega djöfulinn sjálfan i eigin persónu. Það sem þeir gera til að fá hann til að mæta er að draga blóð úr einum í hljómsveitinni og sprauta því yfir gæsafjaðrir. Þegar danska bandið var upphitunar- hljómsveit hjá rokkbandinu Girl- school særðu þeir félagar eitt sinn skrattann fram og voru allir viðstaddir sammála um að eitthvað dimmt og illt væri á staðnum. Um leið og Girlschool sté á svið heyrð- ust óeðlileg hljóð úr hljómkerfinu og þegar hljómleikarnir voru byrjaðir fékk ein stúlkan (Girlschool er stúlknahljómsveit) raflost og þurfti að flytja hana á spitala. Á eftir voru græjurnar athugaðar og fannst ekkert athuga- vert við þær. King Diamond, for- sprakki dönsku sveitarinnar, er þeirra mestur fyrir sér í þessum efnum. í íbúð sinni í Höfn hefur hann satansaltari, sérstaka djöfuls- bibliu og á næturnar kuklar hann „vilde væk". Grúskar King mikið í satansfræðum og segist geta lagt álög á hvern sem hann vill. Ekki eru það þó alltaf slæm álög sem hann særir fram þvi að hans sögn er hægt að gera einhverjum gott með aðstoð djöfsa ef hann er orðinn þreyttur á að vera vondur. Reim- leikar eru miklir í íbúðinni og kveðst King heyra raddir í sífellu. King finnst eins og einhver sé að reyna að ná sambandi við sig til að nota hann til einhvers en hann veit ekki enn hvað það er. Hlutir hafa hreyfst og glös lyfst og ku vera fleiri vitni að því en King sjálfur. Þegar King er ekki að syngja með Mercyful Fate hefst hann (sem bet- ur fer) við i ibúð sinni og notar hann, eins og áður segir, næturnar til trúariðkana sinna en sefur á dag- inn því hann þolir ekki birtuna og sólarljósið. Ehem, jæjajá. Karls prins Hér segir af enn einu gullkorninu frá ^arli prinsi. Þetta átti sér stað eftir hljóm- *e»ka Duran Duran í i'Ondon þar sem hið ^onunglega par var kieðal áheyrenda. Karl (við Simon Le ^on): „Ég vissi aldrei þú þyrftir að vera í svona góðu formi?" Þessi var mergjaður er» þessi er allt að því ^etri: Karl (á sama stað og s*und, nú við Nick Rhodes): „Mér finnst fötin þín frekar (rather) ‘ töff. Hvað kallarðu þetta?" Þvílíkur húmor og hárfín hnyttni! Ta«i: Hörður Nunnublóð þykir King Diamond hinn mesti hressingarvökvi og segist vera hrifnastur af hinum sjaldgæfa AB rh-. 7. tbl. Vikan 61 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.