Vikan


Vikan - 16.02.1984, Blaðsíða 26

Vikan - 16.02.1984, Blaðsíða 26
1S Spennusaga — Ég ætla að hætta aö drekka — koma mér á fætur... — Yður er ekki við bjargandi, Rendell. Áfengið eitt skiptir yður máli. Þér gætuð jafnvel myrt til að fá peninga fyrir víni. Þeir þögðu um stund en svo sagði Rendell: — Það getur verið. Mei Wong virti hann svipbrigða- laus fyrir sér. — Já — já, þér gætuð gert það. Kannski getum við komist að samkomulagi. Þér gætuð drepið mann fyrir mig. Gamli Kínverjinn hélt áfram aö reykja og Rendell sat hugsandi. Loks sagöi listmálarinn þreytu- lega: — Hvað fæ ég fyrir það? — Þrjú þúsund dali. — Góð laun fyrir morð. Mei Wong sagði kuldalega: — Þetta er ekkert spaug. Ég vil borga fyrir mannslát. Nú leit Rendell í fyrsta skipti í augu hans. — Og ég vil vinna til launanna, sagði hann. — Hver er maðurinn? — Þér þekkið hann ekki. Hann heitir Han Lee og býr uppi í fjöllunum við Hongkong. Hann á perlur Li Pongs. Hann vill ekki láta þær af hendi fyrr en hann er látinn og því verður hann að deyja, Rendell. Mei Wong lagði munnstykkið frá sér. — Þér fáið aðstoð. Englendingur, sem er vinur minn og heitir John MacDonald, býr skammt frá Han Lee. Hann lætur yður fá endanleg fyrirmæli mín. Gilbert Rendell reis á fætur. Það var næstum runnið af honum. — Ég vil bara vita hvort ég hef skiliö yður rétt, sagði hann. — Ég fer sjóleiðis til Hongkong, upp í fjöllin til þessa MacDonalds... — John MacDonald. Hann geymir fyrirmælin í læstu skríni. Mei Wong opnaði skúffu og tók upp lykil — þetta er lykillinn að því. — Svo finn ég þennan Han Lee og drep hann. Þaö verður varla erfitt. Mei Wong yppti öxlum. — Han Lee er slægur og sterkur maöur. — En Han Lee grunar mig ekki um græsku. Eitt skot í bakið — það nægir. Mei Wong læsti dyrunum að ytri skrifstofu og sýningarherbergi Bombay: List- og fornmunir. Stóri maðurinn vaggaði að stórum glugganum. Hann hlustaöi andar- tak á lag slöngutemjara fyrir neðan, dró svo fyrir og lét sig síga niður í risastóran stólinn bak við hlaðið skrifborðið. Hann stakk sígarettu í langt munnstykki, dró að sér reykinn og virti Gilbert Rendell fyrir sér. Hann hafði verið efnilegur listmálari en var nú óþrifalegur og niðurbrotinn. Rendell flutti sig á stólnum og strauk með titrandi hendi yfir skeggbroddana. — Ég býst við að þú hafir ekki búist við að sjá mig aftur, sagði hann og leit blóð- hlaupnum augum á teppiö á gólf- inu. — Ég man að ég ráðlagöi yður að láta ekki sjá yður hér aftur, sagði gamli Kínverjinn hljóm- laust. Rendell laut áfram. — Ég kom vegna þess aö ég verð að sleppa héðan. Líf mitt er í hættu. Látið mig fá þúsund dali svo að ég komist heim. Mei Wong hristi höfuðið. — Það væri ekki til neins, kæri Rendell. Þér hafið þó ekki gleymt peningunum sem ég hef áður látið yður fá — fyrir heimferðinni? Þér hafið eyðilagt snilligáfu. Einu sinni vonaöi ég aö unnt væri aö bjarga yöur en það geri ég ekki lengur. Rendell saug upp í nefið. — Ég skil. Þér hafiö engan áhuga lengur því aö nú er ekki von á fleiri málverkum. Þér grædduð svo vel ámér áöur að.... — Ég borgaði yður vel, greip Mei Wong rólega fram í fyrir honum. — Ég hef haldið áfram að láta yður hafa peninga eftir að þér hættuð að mála. En nú er því lok- ið. — Ég verð aö fá þúsund dali, sagöi Rendell biðjandi. — Þér fáið þá ekki hjá mér, vinur minn, sagði gamli Kínverj- inn brosandi. — Það lítur út fyrir aö þér hafið misst stoltið með öllu. Ég held að þér gætuð gert hvað sem er fyrir peninga. an 7. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.