Vikan


Vikan - 16.02.1984, Page 26

Vikan - 16.02.1984, Page 26
1S Spennusaga — Ég ætla að hætta aö drekka — koma mér á fætur... — Yður er ekki við bjargandi, Rendell. Áfengið eitt skiptir yður máli. Þér gætuð jafnvel myrt til að fá peninga fyrir víni. Þeir þögðu um stund en svo sagði Rendell: — Það getur verið. Mei Wong virti hann svipbrigða- laus fyrir sér. — Já — já, þér gætuð gert það. Kannski getum við komist að samkomulagi. Þér gætuð drepið mann fyrir mig. Gamli Kínverjinn hélt áfram aö reykja og Rendell sat hugsandi. Loks sagöi listmálarinn þreytu- lega: — Hvað fæ ég fyrir það? — Þrjú þúsund dali. — Góð laun fyrir morð. Mei Wong sagði kuldalega: — Þetta er ekkert spaug. Ég vil borga fyrir mannslát. Nú leit Rendell í fyrsta skipti í augu hans. — Og ég vil vinna til launanna, sagði hann. — Hver er maðurinn? — Þér þekkið hann ekki. Hann heitir Han Lee og býr uppi í fjöllunum við Hongkong. Hann á perlur Li Pongs. Hann vill ekki láta þær af hendi fyrr en hann er látinn og því verður hann að deyja, Rendell. Mei Wong lagði munnstykkið frá sér. — Þér fáið aðstoð. Englendingur, sem er vinur minn og heitir John MacDonald, býr skammt frá Han Lee. Hann lætur yður fá endanleg fyrirmæli mín. Gilbert Rendell reis á fætur. Það var næstum runnið af honum. — Ég vil bara vita hvort ég hef skiliö yður rétt, sagði hann. — Ég fer sjóleiðis til Hongkong, upp í fjöllin til þessa MacDonalds... — John MacDonald. Hann geymir fyrirmælin í læstu skríni. Mei Wong opnaði skúffu og tók upp lykil — þetta er lykillinn að því. — Svo finn ég þennan Han Lee og drep hann. Þaö verður varla erfitt. Mei Wong yppti öxlum. — Han Lee er slægur og sterkur maöur. — En Han Lee grunar mig ekki um græsku. Eitt skot í bakið — það nægir. Mei Wong læsti dyrunum að ytri skrifstofu og sýningarherbergi Bombay: List- og fornmunir. Stóri maðurinn vaggaði að stórum glugganum. Hann hlustaöi andar- tak á lag slöngutemjara fyrir neðan, dró svo fyrir og lét sig síga niður í risastóran stólinn bak við hlaðið skrifborðið. Hann stakk sígarettu í langt munnstykki, dró að sér reykinn og virti Gilbert Rendell fyrir sér. Hann hafði verið efnilegur listmálari en var nú óþrifalegur og niðurbrotinn. Rendell flutti sig á stólnum og strauk með titrandi hendi yfir skeggbroddana. — Ég býst við að þú hafir ekki búist við að sjá mig aftur, sagði hann og leit blóð- hlaupnum augum á teppiö á gólf- inu. — Ég man að ég ráðlagöi yður að láta ekki sjá yður hér aftur, sagði gamli Kínverjinn hljóm- laust. Rendell laut áfram. — Ég kom vegna þess aö ég verð að sleppa héðan. Líf mitt er í hættu. Látið mig fá þúsund dali svo að ég komist heim. Mei Wong hristi höfuðið. — Það væri ekki til neins, kæri Rendell. Þér hafið þó ekki gleymt peningunum sem ég hef áður látið yður fá — fyrir heimferðinni? Þér hafið eyðilagt snilligáfu. Einu sinni vonaöi ég aö unnt væri aö bjarga yöur en það geri ég ekki lengur. Rendell saug upp í nefið. — Ég skil. Þér hafiö engan áhuga lengur því aö nú er ekki von á fleiri málverkum. Þér grædduð svo vel ámér áöur að.... — Ég borgaði yður vel, greip Mei Wong rólega fram í fyrir honum. — Ég hef haldið áfram að láta yður hafa peninga eftir að þér hættuð að mála. En nú er því lok- ið. — Ég verð aö fá þúsund dali, sagöi Rendell biðjandi. — Þér fáið þá ekki hjá mér, vinur minn, sagði gamli Kínverj- inn brosandi. — Það lítur út fyrir aö þér hafið misst stoltið með öllu. Ég held að þér gætuð gert hvað sem er fyrir peninga. an 7. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.