Vikan


Vikan - 16.02.1984, Blaðsíða 60

Vikan - 16.02.1984, Blaðsíða 60
Howard Jones HVAÐ VARÐ UM ALF? Eins og venja er við árslok gera allflestir upp á þann máta sem hverjum hentar. Það hefur lengi verið venja hjá bresku popppress- unni að gera upp og nú um síðustu áramót voru úrslitin kunngerð öll- um sem vita vildu. í stuttu máli má segja að úrslitin hafi verið eins og við var að búast. Duran Duran, Culture Club og Wham skiptu með sér efstu sætunum en ekki gátu þessar hljómsveitir þó verið björt- ustu vonirnar því að þær hafa allar verið það einhvern tíma. Sá bjart- asti i þetta skiptið var enginn annar en Howard Jones. Sjálfur átti hann alls ekki von á þessu en er auðvitað himinlifandi yfir því að lagið hans, New Song, skuli hafa höfðað til fólks því ólikt öðrum dægurflugum inniheldur New Song talsverðan boðskap sem er hreint ekki svo al- gengt. Texti lagsins fjallar um það að vera bjartsýnn og kasta af sér viðjum gamalla hugmynda og siða. Þetta siðarnefnda er kannski i ætt við gamla, góða, útdauða pönkið en það er sett fram á allt annan og jákvæðari hátt sem veitir ekki af nú á ógnarárinu 1984. En einu sinni var Howard alls ekkert frægur, hvað þá björt von (undirritaður er upp með sér af viskunni sem hlýtur að hafa komið yfir hann er þetta komst á blað). Verustaður hans var þá litlir klúbb- ar, reyndar knæpur, i hverfinu hans. Þar myndaðist viss hópur sem mætti alltaf þegar hann var að spila og einn í þeim hópi var Jed Hoile. Jed hafði það fyrir sið að dansa sem trylltur væri við undir- leik Howards og sá Howard sér þann kost vænstan að biðja Jed þennan um að koma bara upp á svið og dansa þar þvi annars gæti farið svo að enginn nennti að horfa á Howard fyrir dansara þessum. Þeir sem sáu videoið með laginu hafa örugglega tekið eftir Jed þar sem hann reynir að slíta andlegar keðjur Howards og annarra nær- staddra með dansi sem minnir á óðan töfralækni í Uganda. Lengi vel var talið að Howard yrði bara enn eitt ,,one-hit-wonder" ið og var beðið með eftirvæntingu eftir næstu afurð hans. Nú fyrir stuttu kom út annað lag hans, What is Love, og sannaðist þá strax að ekki var hér um loftbólu að ræða. Lagið gerir það mjög gott þegar þetta er skrifað og er þar að auki virkilega gott sem, eins og allir vita, þarf ekkert endilega að vera forsendan fyrir vinsældum. Eins og áður spyr Howard áleitinnar spurn- ingar og fjallar um ástina i öðru Ijósi en oftast er gert. Hvað er ást? „Fólk helríur að ástin gefi þvi allt en þú hittir ekki bara einhvern og lifir i rósrauðum hamingjudraumi eftir það, þannig gengur það aldrei. Þið verðið bæði að lifa ykkar eigin lifi, reyna mismunandi hluti og láta hvort annað vera það sem þið viljið vera. Eg hef sjálfur reynt að gera þetta við mitt líf en ég veit ekki sjálfur hvort það hefur tekist.” (Moyet, einu sinni í Yazoo) Þegar Yazoo hætti síðast- liðið sumar gekk Alf til liðs við blueshljómsveitina Little Sister en meðlimir hennar ku hafa verið gamlir kunningjar tölvupopparans kunna með bluesröddina. Örlögin tóku svo í taumana í formi karlmanns að nafni Malcolm Lee sem sté inn í tilveru hennar með þeim af- leiðingum að þau létu lýsa með sér. Hvort sem það er Malcolm blessuðum að kenna ] eða ekki hefur hún ekki haft neitt á prjónunum síðan þá. Örvæntið samt ekki því von er á einhverju frá henni á sumri komanda- Á 9 Umhugsunarverð eru þessi orð og hvernig væri nú að setjast niður smástund, hlusta á What is Love og pæla virkilega í þvi hvað ást raun- verulega er. Hávarður Jónsson hinn efnilegi 60 Vikan 7. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.