Vikan


Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 2

Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 2
PÓSTURIINIIM Fyrir Áhugaaama, Báru, Katrínu, Sillu, Rögnu og Unni birtum við dæg- urlagatextann Mærin frá Mexíkó eft- ir Óla Gauk. Ragnar Bjarnason syng- ur hann með undirleik hljómsveitar Kristjáns Kristjánssonar. Dægur- lagasöngvarinn vinsæli Harry Bela- fonte syngur þetta lag líka með ensk- um texta, sem hann kallar „Jamaica Farewell." Eitt sinn kom til mín yngismær með augun brún, sem ljómuðu bíið og skær. Ég gerðist bráður og bað um hönd og biddu fyrir þér mér héldu engin bönd. Ég var ungur þá og hýr á brá er. ekki féll henni við mig þó. hún kvaðst ei vilja væskilsgrey cg ég varð að skilja hana eftir í Mexikó. Mætt hef ég siðan meyjafjöld og margar buðu mér hjarta sitt, auð og völd, að orðum þeirra ég aðeins hlæ, mér efst í huga var mærin frá Mexikó. Ég var ungur þá o. s. frv. Hvert sem fer ég um fjarlæg lönd, hvert sem fleyið ber mig að sjávarströnd, ætíð er lít ég í augun brún, heitt ég óska að þarna stæði hún. Því mín æskuást mun aldrei mást enga gleði mér lífið bjó. Þar til ég fer um fjarlæg ver og færi hana burt frá Mexikó. Geturðu frœtt mig á pvl livort hér í bær (Reykjavík) eða iiágrenni eru nokkrir danskennarar, sem kenna samkvœmisdansa í einkatlmum. Ef svo er, hverjir er það þá? SVAR: I Viðskiptaskránni eru skráðir tveir danskennarar í Reykja- vík, þær Rigmor Hanson (sími 13159) og Sigríður Ármann (sími 10509). Reyndu að tala við aðra hvora þeirra. Svar til H. K. F., Tveggja forvit- inna, Gunnu Björns, Sandýar, Einn- ar 12 ára, og G. K.: Það er hugsan- legt að Tommy Steele komi hingað til lands, en það er ekki ákveðið. Heimilisfangið hans höfum við ekki. FORSÍÐUMYNDINA tók Snorri Snorrason Framleiðsluaðferð LUDVIG DAVID kaffibœtis er œvagamalt leyndar- mál, oq hefur alla tíð varðveitzt. ENGUM HEFUR tekizt að líkja eftir LUDVIG DAVID kaffibœti LUDVIG DAVID er því og verður í sérstökum gœðaflokki. Kaffibætisverksmiðja 0. JOHNSON & KAABER H.F. Utgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Astþórsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 495.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.