Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 12
42 MENTAMÁL skifti eru vitanlega langt of lítil, vegna þess aS ástæöur banna eftirlit. Afskiftin eiga einkum aö stefna aö því, aö reyna aö hafa áhrif á leiki þeirra til liins betra. Skal jeg nefna t. d„ aö vará þau við a‘ð hafa hátt þar nálægt, sem veikt fóll-c er, að biðja þau að gæta þess, að vera ekki í vegi fyrir full- orðnum, við að skoppa gjörðum eða því um líkt, að skemma ekki neitt, o. fl. þessu likt. Annars verður það aldrei sagt of skýrt, að gatan er sá versti leikvöllur, sem til er. Kinmitt þar læra börnin flest það, er þau ættu sízt að kunna, t. d. ljótt orðbragð, ósannsögli og ýmriskonar strákapor. Eru þau orðin útlærð í þessu langt fyrir innan skólaaldur og hika ekki við að munnhöggvast við fullorðna, ef svo býður við að horfa. Er undarlegt, að fólk skuli véra að tala um, að þetta sjeu nú „skólabörnin", ef þeim verður eitthvað á, vitandi þó. að sömu yfirsjónir, eða svipaðar, hafa oft komið fyrir hjá sömu börnum, löngu fyrir skólaaldur. — Eða búast menn við að nokkur skóli gjörbreyti börnunum? Eða halda menn að það sjeu kennararnir einir, er áhrif hafa i skólanum, en áhrifa frá börnunum sjálfunt og heimilunum gæti alls ekki neitt? Nei ,við skulum vera sanngjörn og játa, að bæði heimili og skólar vilja alt hið bezta börnunum til handa, en einmitt götu- lífið spillir börnunum mest. — Þetta er og hvarvetna viður- kent. Það er ekki gert að gamni sínu, að láta skólana starfa alt að 10 mánuði, og láta þá taka börnin 7 ára eða jafnvel yngri. — Kaupstaðirnir hafa neyðst til að gera þetta, til að hjálpa heimilunum til að halda börnunum frá götulífinu. Þar aö auki eru víða sumarskólar, og alkunnugt er, að bæði kaup- túna- og kaupstaðabörnum er hópum samán komið í sveit að sumrinu, alt til þess að forða þeim frá götunni. — Getum við þá nokkuð gert hjer, í þessum efnum. — Erfitt er það sjálf- sagt, en ekki alveg ómögulegt. Væri t. d. ekki hægt að koma þeirri reglu á, að börn væru ekki úti á kvöldin að vetri til, lengur en til kl. 7 eða þar um bil. — Ef öll heimili væru sám- taka um þetta, væri að því töluverð bót. — Yfirleitt hygg jeg að börnin hefðu ekki verra af því, þótt heimilisagi væri öllu

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.