Menntamál - 01.02.1931, Page 10

Menntamál - 01.02.1931, Page 10
24 MENNTAMÁL Þá fer hann upp að töflunni og; skrifar Ö aftan viÖ M-iÖ. Þá stendur upp piltur, sem sat hjá þessum dreng og sagÖi: Kennari, vitið þér af hverju hann Franz var svona fljótur að muna hvernig á að skrifa Ö? Það er af því, að þegar hún amma hans geispar, þá verður munnurinn á henni eins og O, og nasaholurnar eins og punktar yfir þvi.“ Að þtssari skýr- ingu varð hjartanlegur hlátur í bekknum. Undir eins og hlát- urshviðunni létti, kom drengur af fremsta horði upp að töfl- unni og skrifaði án þess að segja nokkuð: MU. „tlvað er nú þetta, drengur minn?“ spyr kennarinn. „Það er það, sem hún Kata á að segja, — eins og hún litla kusa,“ svarar strákur. „Getur þú nú sagt j?etta sjálfur,“ sagði kennarinn. Strákur er ekki seinn á sér og segir MU, en svo lágt, að fáir heyrðu jmð. Ennfremur segir hann: „Sjáið ])ér, kennari, á borðinu minu er eg húinn að leggja ])etta hljóð með eldspítum." Þá gellur ein telpan við og segir, um leið og hún fer upp að töfl- unni og benclir á U: „Þetta er eins og við gerum í leikfim- inni, þegar við erum að vita hver sé stærstur." Um leið rétti hún upp hendurnar, til þess að sýna enn betur hvað hún átti við. „Jæja, börn, er nú ekki bezt að við fáum að heyra, hvort * húu Kata litla getur l)aulað eins og hún kusa.“ Það var sam- þykkt. Kata kemur, benclir á MU á töflunni, og segist ætla að segja svona. Hún fer síðan á fjóra fætur og baular nú eins vel og hún gat: MU. „Nauðaðu,“ segir ein telpan. Kata leggur saman varirnar og segir: M. „Farðu nú eins og hann stóri boli,“ segir Iians. „Það getur þú sjálfur gert,“ segir Kata um leið og hún fór i sætið sitt. „Eg er bara lítil kusa, en ekk- ert naut.“ Að ])essu var hlegið og hló Hans eirina mest, ]>ví að hann sagði, að enginn gæti baulað eins vel og hann. Nú kemur smátelpa til kennarans og segir: „Kennari, fnunn- urinn á henni Kötu, þegar hún var að nauða, var alveg eins og á myndinni þarna." Um leið henti hún á teiknaða mynd — eina af nkirgum ■— setn sýndi munnstöðuna við M-hljóðið. Kennarinn benti börunum á þetta, og settist sú litla hróðug mjög í sæti sitt.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.