Menntamál - 01.05.1938, Side 5

Menntamál - 01.05.1938, Side 5
MENNTAMÁL 3 kristindómsfræðsluna með öllu niður i skólunum. „Enn eru til kennarar, sem telja sér kristin fræði alltaf og alstaðar ómissandi sem uppeldismeðal. Öðrum finnst stundum ómissandi að beita áhrifum kristilegrar fræðslu til skapgerðarþroskunar, þótt stundum sé hún gagns- laus, að eg ekki kveði fastara að orði, allt eftir upplagi nemendahópanna, sem með er starfað í livert skipti. Að öllu samanlögðu, verður að telja kristilega fræðslu of mikilsvert upþeldismeðal, til þess að liægt sé að stíga það spor frá skólans hálfu, að leggja liana niður með öllu“ (smbr. nefnt rit, hls. 105—110). Þessi skoðun kemur fram sem vörn fyrir kristnifræðsl- una, í því formi, sem nútimakennari treystir sér til að veita hana. Kristin fræði eiga verðmæti, sem nothæf virðast i þágu uppeldisins; þess vegna her að þyrma þeim. Almennar orðað: Kristindómurinn er eilt þeirra ineðala, sem leiða að markmiði uppeldisins. Þetta mark- mið helgar notkun lians, og aðeins þess vegna á liann rétt á sér sem kennslugrein i skólanuin. Vér viljum þegar skera upp úr með álit vort: Þessi skoðun er einhliða og röng. Einhliða er hún fyrst og fremst gagnvart kristindóminum, enda misskilur hún eigindræn verðmæti hans. Hún er mótuð þröngsýni hins stríðandi flokks. Sem vörn trúfræðslunnar bvggist hún á vanmati trúarinnar! Munum vér nú færa nánari rök að þessu. „Uppeldisverðmætið“, sem skoðun þessi viðurkennir, að kristindómurinn liafi, er ósjálfstætt mæti, og hefir gildi sitl aðeins í ákveðinni afstöðu lil æðra mætis, sem nefna mætti sjálfsmæti eða trúarmæti kristindómsins. Hinum sanntrúaða er trúin ekki tæki til að ná einhverju marki, hún felur sjálf i sér takmark sitt. Hana þarf elcki að réttlæta með því að hún geti haft uppeldisáhrif. Mæti hennar er óháð og stendur ofar öllu tæki-tilgangs-mati. Hve einliliða og fjarstætt slíkt mat er gagnvart trúnni,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.