Menntamál - 01.05.1938, Side 11

Menntamál - 01.05.1938, Side 11
MENNTAMÁL 9 lála það í bezta tilfelli ósnortið, en venja það oftast á hræsni og leiða til tvöfeldni og jafnvel afbrotahneigð- ar. Hin örlagaríka villa sliks uppeldis er i því fólgin, að þroskavænlegar hneigðir barnanna eru vanræktar, en sljó trúhneigð þess ofmötuð. En það varðar mestu í menntunarstarfinu, að veila þroskavænlegustu hneigð- unum hæfileg viðfangsefni. í þessum skilningi liggja margar ieiðir að markmiði uppeldisins. Vilji foreldranna verður ávallt að gaumgæfa hneigð- ir og hæfileika barnsins, áður en hann tekur álcvörð- un viðvíkjandi framtíð þeirra. Einmitt þess vegna er það fjarstæða, að gera kristnifræðsluna valfrjálsa fyrir börnin sjálf. Börnin skortir með öllu dómgreind til að taka ákvörðun um svo flókið og afleiðingaríkt atriði. Langoftast myndu foreldrar ráða eftir sem áður, eða samúð og andúð barnsins gagnvart viðkomandi kenn- ara. Slíkt „valfrelsi“ myndi þvi litlu breyta, og alls engu lil bóta; ákvörðunarréttur foreldra gagnvart börn- unum væri aukinn, sem engan veginn getur talist æski- legt frá uppeldissjónarmiði skólans. Barnið er oft óvit- andi um trúlineigð sína, ekki síður en aðrar hneigðir, og hið vandasama lilutverk menntagjafans er ekki sízt i því fólgið, að skilja og glæða hneigðir barnsins áður en það sjálft verður þeirra vart. Það væri ófyrirgef- anlegl glapræði af kennurum, ef þeir afsöluðu sér skyldu sinni og réttindum gagnvart jafnmikilvægu at- riði og trúhneigð harnsins er. Með því myndu þeir ónýta þýðingarmikla menntunarmöguleika. Sú trú er heldur ekki laus við lijákátlegan einfeldingsblæ, að óvitabörn- in muni leysa vandamál trúfræðslunnar með þvi að skiptast í l'lokka trúaðra og trúlausra! Þvert á móti er það eilt vandamesta atriði þess máls, að skera úr því, hvort barnið sé hneigt lil trúar eða ekki, og ákvarða uppeldisveg þess samkvæmt þvi. Með þessum hugleiðingum vorum liöfurn vér sýnt

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.