Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 6
84 MENNTAMÁL verið hefur í stafsetningu undanfarinna ára, veldur marg- víslegum örðugleikum. Fjöldi foreldra notar aðra staf- setningu en kennd er í skólunum. Sama máli gegnir um sum blöð og tímarit. Þetta allt er háskalegt fyrir árangur réttritunarkennslu skólanna. Ég man eftir telpu, prýðis- vel að sér í réttritun, sem skrifaði fimmtudagur með einu m-i, og þegar á þetta var minnst, sagði hún, að það væri stafsett svona á dagatalinu heima.“ „Já, ég man eftir sams konar dæmi úr minni reynslu, einmitt um fimmtudaginn,“ skýt ég inn í. „Svo má nefna það,“ segir Stefán, „að kennarana skortir mjög hentug hjálpargögn við stafsetningarkennsluna, hentuga málfræði, hentugar æfingar í réttritun og öðr- um greinum móðurmálsins.“ „Þú hefur lagt töluverða áherzlu á réttritunarkennsl- una á ferðum þínum?“ „Ég hef lagt mesta áherzlu á kennslu í móðurmálinu: lestri, réttritun og skrift. Það má segja, að ræður mínar við börn og fullorðna hafi snúizt um þessi efni að lang- mestu leyti. Ég álít, að þegar ég hef hlýtt á lestur og athugað skrift og réttritun hjá ókunnum barnahóp, geti ég gert mér sæmilega hugmynd um hvernig hverju ein- stöku barni gengur námið í skólanum að öðru leyti. Góð kunnátta í lestri og réttritun virðist mér yfirleitt fara saman. En einmitt lestrarnámið er mikilvægast í skóla- starfinu. Það er ógæfa hvers barns, sem annars er sæmi- legum gáfum gætt að öðru leyti, sé það ólæst eða illa læst 10 ára gamalt, þegar það á að fara að lesa og læra námsbækur. Geysilegt átak þarf til þess að nema lestur úr því.“ „Eru mikil brögð að því, að börn séu illa læs á 10 ára aldri?“ „Nokkur brögð eru að því. Það kemur jafnvel fyrir um einstök börn, þótt greind séu. Ég ætla, að við at- hugun muni koma í ljós, að slík börn skortir oft sjónar-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.