Menntamál - 01.04.1944, Page 7

Menntamál - 01.04.1944, Page 7
MKNImTAMÁL 85 minni eða er tregt um tungutak, nema kennsla þeirra hafi beinlínis verið vanrækt. En það vil ég þó taka fram, að yfirleitt hafa mér reynzt börn á eftirlitssvæði mínu sæmi- lega læs og mörg ágætlega, bæði í kauptúnum og sveit- um. Hins vegar verður ekki gengið fram hjá þeirri stað- reynd, að sum heimili í strjálbýlinu kasta um of ábyrgð- inni á lestrarkennslunni á skólana. Þeim gleymist það, að ennþá verður lestrarkennsluskyldan að hvíla á sveita- heimilunum, einkum þar sem skólaskylda byrjar ekki fyrr en við 10 ára aldur, en það er víðast.“ „Telurðu þá kennslufyrirkomulagið í sveitunum lakara en í kauptúnunum ?“ „Kauptúnaskólarnir hafa verið endurbættir á margan hátt á síðasta aldarfjórðungi. Lexíunáminu hefur verið breytt svo, að það er meir við hæfi barna. Kennslu í fimleikum, söng, teiknun og handavinnu hefur verið aukið við. En farskólahaldið hefur engum framförum tekið á þessum tíma. Ég kenndi í farskólum fyrir 25 árum, og mér virðist fyrirkomulagið vera það sama nú og það var þá. Húsakynnin hafa að vísu dálítið batnað, en aðstæður allar eru eftir sem áður mjög slæmar. Kennslustaðirnir eru yfirleitt of margir. Aukin fólksfæð á heimilunum gerir æ erfiðara fyrir fólk að bæta dvalarbörnum á heimilin. Kennaramenntaðir menn fást ekki til þess að gegna kennslustörfum á afskekktustu stöðunum. En margur góð- ur kvistur hefur þjóðarmeiðnum sprottið í strjálbýlinu. En ef þessu fer fram, hljóta hinar strjálbýlu sveitir að dragast aftur úr í fræðslu barna. Aðstöðumunurinn milli þeirra og bæjanna er sífellt að aukast. Hér er um alvar- lega hættu að ræða fyrir framtíð þjóðarinnar." „Hvað sýnist þér vera hægt að gera til þess að bæta úr þessu?“ „Eina ráðið til þess að koma í veg fyrir að hin strjál- býlu héruð landsins verði aftur úr að menningu tel ég að séu heimavistarskólar og sameining skólahéraða um

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.