Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 24

Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 24
MENNTAMÁL FYRSTU ÁRIN HANDBÓK UM BARNAUPPELDl OG SÁLRÆNA MEÐFERÐ UNGBARNA Þessi bók, sem er eftir einn kunnasta sálarfræðing Bandaríkjamanna, JOHN B. WATSON, prófessor, hefur nú Verið þýdd á íslenzku af clr. Simoni Jóh. Ágústssyni, og kemur út eins íljótt og við verður komið. Dr. Símon ritar í'ormála fyrir bókinni og segir þar m. a.: „Bókin varpar nýju ljósi á sálarlíf barna og veitir mörg ágæt ráð um uppeldi þeifra. Kaflarnir um hræðslu barna og reiði eru t. d. stórmerkilegir og hafa orðið almenningi til mikils gagns og skilningsauka. Watson ritar Ijóst og aljtýðlega. Hann er hvorki myrkur í máli né hræddur við að halda skoðunum sínum fram. Hefur hann því í einu aflað sér margra aðdáenda og orðið mörgum lineykslun- arliella. Má gera ráð fyrir, að bókin veki athygli hér sem annars staðar og verði mikið lesin.“ Þessi bók kom fyrir nokkrum árum út í Noregi í hin- um kunna bókaflokki „Kultur og Natur“, útgáfu, sem margir kunnustu vísindamenn Norðmanna stóðu að, og mörgum hér á landi er að góðu kunn. Ritaði prófessor. Birger Bergersen formála fyrir þeirri útgáfu og sagði þar m. a.: „Prófessor Watson hefur getið sér ævarandi orðstír sem sálarfræðingur, og er sú bók, er hér birtist, ein hin kunnasta af bókum hans. Vakti hún hina mestu athygli, þégar hún kom út í Ámeríku fyrir 4 árum. Vonandi verður sú raunin á, hér sem í Ameríku, að fjöldi óreyndra foreldra muni telja sig í hinni mestu þakkarskuld við Watson fyrir hinar skynsamlegu leið- beiningar, er liann gefur þeim, um veigamesta og erfiðasta starlið, sem fyrir þeim liggur á lífsleiðinni.“ Hin íslenzka útgála bókarinnar veiður liátt á annað hundrað bls. að stærð, með yfir 30 myndum til skýringar. Kennarar og aðrir, sem vilja tryggja sér bókina, geta gerst áskrifendur að lienni og njóta þá alsláttar frá'bók- söluverði. Árilun sendist í póslhólf 363, Reykjavík.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.