Menntamál - 01.04.1944, Page 9

Menntamál - 01.04.1944, Page 9
MENNTAMÁL 87 „Er nokkuð sérstakt, sem þú vilt taka fram um leið og við sláum botninn í þetta samtal?“ spyr ég. „Ég vil vekja athygli á því,“ svarar Stefán, „að ís- lendingar hefðu aldrei endurheimt frelsi sitt og sjálfstæði, * ef alþýða landsins hefði ekki verið lesandi. Saga þjóðar- innar og það, hve vel hún geymdi sína eigin sögu og sögu Norðurlanda, var annað sterkasta vígið í frelsisbarátt- unni. Hið þriðja var stofn þjóðarinnar, ætt og arfur for- feðranna. En þótt frelsi sé fengið í orði, veltur framtíðin á því, að eigi sé vikið úr þessum höfuðvígjum. Þarna eiga barnaskólarnir sitt aðalhlutverk að vinna: að skila börnunum læsum með undirstöðuþekkingu á sögu lands og þjóðar og gæta þess í samvinnu við heimilin, að stofn- inn ekki spillist." Páll Þorsteinsson alþingismaður skrifar um skólamál í Tímann i. apríl s.l. Leggur hann þar áherzlu á þá nauðsyn íslenzku ])j()öarinnar, að „reka sem fullkomnasta skóla, allt frá barnaskólum til háskóla". Þá segir liann, að það „virðist hyggilegt að færa námsskyldu unglinganna upp i 16 ára aldur“, og eru Menntamál sömu skoðunar um það. Hitt teljum vér aftur á móti á misskilningi hyggt hjá alþingismanninum, er Iiann segir, að „í sumum sveitum a. m. k. ætti þá að slaka á kröfunum um skólanám barna innan 10 ára aldurs, en láta lestrarnámið fara fram á heimil- unum eftir því, sem unnt er, með aðstoð og undir fullu eftirliti kennara." Vér óttumst, að þetta myndi óvíða reynast framkvæman- legt, svo að árangurinn gæti heitið viðunandi. Teljum vér nokkra reynslu fengna um þetta. Jafnframt viljum vér benda á það álit á þessum efnuni, sem frarn kemur hjá Stefáni Jónssyni námsstjóra í viðtalinu hér að framan, en Stefán er maður athugull og þessum hlutum þaulkunnugur. Margt er vel og réttilega athugað í greiu Páls. Hann segir meðal annars: „Auðlegð íslendinga eða mannfjöldi veitir þeim aldrei álit meðal Jijóðanna eða rétt til sjálfstæðis, hafi þjóðin ekki annað til að bera, sem sérkennir hana og meira er um vert. Þjóðerni vort og þjóðmenning hefur ávallt verið höfuðvígi og meginstyrkur í bar- áttu þjóðarinnar gegn erlendri ásælni og íhlutun .... Bili þetta vígi, brestur sá grundvöllur, sem sjálfstæði þjóðarinnar hvílir á.“

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.