Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 91 Atriðapróf í reikningi Þess verður seint of vandlega gætt í reikingskennslu, að einföldustu undirstöðuatriðin séu rækilega lærð og æfð, áður en lengra er haldið. Hve lítið, sem frá þeirri reglu er vikið, kemur það börnunum í koll síðar við námið. Vandlátir kennarar leggja því á það mikla áherzlu, að börnin nemi hvert atriði til hlítar, áður en þau byrja á því næsta. Þeir ganga úr skugga um það með prófi í ein- hverri mynd, að barnið kunni aðferðina. Barninu sjálfu er líka nauðsynlegt að geta sannfært sig um kunnáttu sína eða kunnáttuleysi. Börnum er mjög gjarnt að álíta sig kunna eina eða aðra reikningsaðferð, þótt svo sé ekki. Ekki er það heldur næg sönnun fyrir kunnáttu, þó að barnið hafi farið yfir tilsvarandi æfingadæmi í reiknings- bókinni, jafnvel oftar en einu sinni, því að mörgum nægir það ekki til þess, að þau kunni aðferðina og séu viss í að beita henni rétt. Prófum þessum má haga á margan veg. Það má láta barnið reikna á töfluna. Hægt er að setja því fyrir viss dæmi í reikningsbókinni og láta það reikna þau undir eftirliti kennarans. Skrifa má dæmi á töfluna, ýmist val- in úr bókinni eða samsvarandi dæmi, sem barnið hefur ekki reiknað áður. Einnig má fá því laust spjald eða miða með dæmum, og er það bezt. Síðastnefnda aðferðin hefur verið notuð kerfisbundið í Laugarnesskólanum í Reykjavík nú í vetur. Jónas B. Jónsson, sem verið hefur kennari þar við skólann, en er nú fræðslufulltrúi Reykjavíkurbæjar, hefur á undanförn- um árum samið og reynt prófakerfi það, sem notað er í skólanum. Það nær yfir mestan hluta námsefnis barna-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.