Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 18
96 MENNTAMÁL Fréttir og félagsmál 80 ára varð H'allgrímur Þorsteinsson organleikari og söngkennari iyrir skömmu (f. 10. apríl 1864). Hann hefur lengst a£ átt heima í Reykja- vík síðan 1906, en áður hafði hann meðal annars verið organleikari í kirkjunum í Hruna og á Sauðárkróki. Hann stofnaði hornaflokk- ana Hörpu (1910) og Svan (1930) og stjórnaði þeim báðum um skeið. I-Iann var söngkennari við Miðbæjarskólann árin 1923—1930. Kennarapróf fyrir 50 árum. Vorið 1894 tóku fjórir menn kennarapóf úr kennaradeild Flens- borgarskólans. Enginn þcirra er nú á lífi. Mennirnir voru þessir: 1. Einar G. Þórðarson, kennari í Reykjavík, d. 1930. 2. Halldór Jónsson (frá Varmá), kaupmaður í Reykjavík, d. 1941. 3. Sigurgeir Sigurðsson, kennari í Holtahreppi, d. 1914. 4. Valgerður Bjarnadóttir, liúsfreyja á Brennistöðum, d. 1922. Kennarapróf fyrir UO árum. Vorið 1904 tóku 12 menn kennarapróf úr kennaradeild Flens- borgarskólans. Réttur helmingur þeirra stundar enn kennslu, en einn maður er látinn. Þeir voru þessir: 1. Benedikt Einarsson, bóndi í Miðengi í Grímsnesi. 2. Friðrik Bjarnason, kennari og tónskáld í Hafnarfirði. 3. Guðrún A. Björnsdóttir, liúsfrú á Siglufirði. 4. Hermann Þórðarson, kennari við Laugarnesskólann, Rvk. 5. fóhannes Friðlaugsson, kennari í Aðaldal, Þingeyjarsýslu. 6. Jón Jónsson, sýsluskrifari á Blönduósi, d. 1914. 7. Lárus Bjarnason, fyrrv. skólastjóri í Hafnarfirði. 8. Margrét Eiríksdóttir, fyrrv. húsfreyja í Haga í Eystrihrepp. g. Sólmundur Einarsson, fyrrv. bóndi á Arnarhóli í Flóa, nú í Rvík. 10. Viktoría Guðmundsd., skólastj. á Brunnastöðum, Vatnsleysustr. 11. Þormóður Eyjólfsson, konsúll á Siglufirði. 12. Þorvaldur Guðmundsson, kennari á Sauðárkróki. Kennarapróf fyrir 25 árum. Vorið 1919 útskrifuðust eftirtaldir 19 menn úr Kennaraskóla íslands. Af jieim stunda 9 enn kennslu, en 5 eru látnir. 1. Aðalsteinn Sigmundsson, kennari í Reykjavík, d. 1943. 2. Bjarni Þorsteinsson, kennari í Bæjarhr. í Strandasýslu.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.