Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 21

Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 21
MENNTAMÁL 99 segir að lokum frá tillögum þeim, er kennslumálaráðherrann brezki lagði fram í fyrrasumar. En höfuðefni tillagnanna segir hann að sé þetta: a) Reistir verði skólar (nursery schools) fyrir börn innan við skóla- skyldualdur (þ. e. hiirn yngri en 5 ára), alls staðar þar sem þeirra er þörf. b) Skólaskylda nái undantekningarlaust til 15 ára aldurs og jafn- framt verði gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að láta hana ná til 16 ára aklurs, svo fljótt sem kostur er. c) Haíizt verði handa um endurbætur og nýbyggingu skólahúsa, svo að luisakostur skólanna fái staðizt þær kröfur, sem til þeirra verður að gera. d) Lögð verði slík áherzla á uppfræðslu í trúarbrögðum, að sú grein verði talirí einn af höfuðþáttum námsins. e) Lögleidd verði fræðsluskylda að nokkru leyti (parttime educa- tion) til 18 ára aldurs. í) Gefinn verði kostur á almennri fræðslu fyrir fullorðið fólk. g) Aukin verði heilsuvernd barna og unglinga. Tillögur þessar eru hinar merkilegustu og mættum við margt af þeim læra, og allar eru greinar Armanns um þessi efni hinar at- hyglisverðustu. Þær hafa verið sérprentaðar og fást hjá afgreiðslu Menntamála og kosta 2 kr. Greiðslu má senda í ónoluðum frímerkjum. Heimili og skóli 1. hefti 3. árgangs er nýlega komið út. Hið helzta af efni þessa heftis er Ahrif kristindómsins d mótun shapgerðar eftir Jón Þ. Björns- son, skólastjóra, afmœlisgrein um Helga Eliasson eftir Snorra Sigfús- son, skólastjóra, Syndir feðranna eftir Hannes J. Magnússon, kennara, og niðurlag á greininni Skriftarnám eftir Marinó L. Stefánsson, kenn- ara. Er margt mjög alhyglisvert í heftinu. Grein Marínós snertir skóla- starfsemina beinlínis og eru þar margar þarfar og íhugunarverðar athuganir um skriftarkennsluna. Foreldrablaðið. Með þessu liefti Menntamála er kaupendum þeirra utan Reykja- víkur sent Foreldrablaðið, sem Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík gefur út til þcss að glæða skilning heimilanna á starfsemi skólanna og mikilvægi uppeldisins. Blaðið er sent ókeypis heim til foreldra barnanna, og þess vegna þykir ekki ástæða til að senda það ~nú til kaupenda Menntamála í Reykjavík. Menntamál vilja tjá aðstandend- um Foreldrablaðsins þakkir sínar fyrir þessa gjöl' lesendum Mennta- mála til handa.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.