Menntamál - 01.10.1945, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.10.1945, Blaðsíða 4
154 MENNTAMÁL samtök kennara. Miklir erfiðleikar eru á að fá kennara saman til fundarhalda. Þann tíma, sem ég hef starfað að námseftirlitinu, hef ég ferðast allmikið um og heim- sótt skóla og skólanefndir. Mér hefur yfiríeitt verið tekið ágætlega, af gestrisni og velvilja og víða hef ég mætt góð- um skilningi á starfinu. Hitt getur verið meira vafamál, að hvaða gagni heimsóknir mínar hafa orðið. Hingað til hef ég orðið að vera á of miklum hlaupum til þess að geta heimsótt öll skólahverfin og aflað mér nokkurrar yfirlits- þekkingar á ástandinu, en ég hef reynt að ýta til fram- kvæmda og breytinga og gefið þau ráð, sem ég var mað- ur til. Á eftirlitssvæðínu eru 56 skólahverfi utan ísafjarðar- kaupstaðar. Fastir skólar eru 24. Heimavistarskólar eru tveir með eigin húsakynni, en sá þriðji starfar í fjóra mánuði fyrir einn hrepp og hefur leigð húsakynni til af- nota. Farskólar eru 32, fastir skólar í kauptúnum 15. í vetur voru 80 kennarar starfandi á svæðinu utan ísafjarð- ar, en við skólann á fsafirði eru 11 fastir kennarar. Af þessum 80 kennurum höfðu 50 kennarapróf, en 30 voru án kennararéttinda. Menntun hinna réttindalausu farkenn- ara var ýmis konar. Margir höfðu héraðsskólapróf, aðrir gagnfræðapróf. Nokkrir, sem lengi höfðu fengizt við kennslu, voru sjálfmenntaðir. Við sjáum af þessu litla yfirliti, að farskólahverfi eru ennþá í meiri hluta eða 32 af 56, hart nær fjörutíu árum eftir að fræðslulögin voru samþvkkt. Þegar rennt er augum til þeirra þjóðfélagsbreytinga, sem orðið hafa á þeim tæpu fjörutíu árum, sem liðin eru frá setningu fræðslulaganna, og með nokkrum skilningi litið á þessi mál, er sízt að furða, þótt einhverjum finnist, að sókn okkar til skipulagðrar festu í fræðslumálunum hafi gengið grátlega seint. Á þessu tímabili hefur þjóðin stigið stærstu sporin til framfara. Um það leyti, sem fræðslulögin voru sett, var sóknin að hefjast til tækni-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.