Menntamál - 01.10.1945, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.10.1945, Blaðsíða 25
MENNTAMÁL 175 hér, þótt nokkuð sé liðið, síðan hún kom út, því að hún er sniðin við barna hæfi, letur stórt og skýrt og margar skemmtilegar myndir, en það verður að teljast töluverð vöntun í menntun hvers manns, að hann hafi ekki kynnt sér þessar heimsfrægu dæmisögur, og er bezt að gera það þegar á unga aldri. Þýðingar Steingríms eru frægar, en um þýðingu Freysteins skal það eitt sagt, að aldrei opnar ritstjóri Menntamála svo bók, sem hann hefur þýtt, að hann dáist ekki að því, hve sýnt Freysteini er um að ná liprum íslenzkublæ á málfarið. Fréttir Bergsveinn Haraldsson, kennari frá Ólafsvík, andaðist 6. október s.l., fimmtugur að aldri. Hann var fæddur 7. septenibcr 1895 að Hóíða í Eyrarsveit. Hann tók próf úr kennaraskólanum vorið 1938. Hann var kennari í Fróðár- hreppi nær óslitið frá 1918 til 1937 og í Ólafsvík 1939—40. Hann var kvæntur Magdálenu Ásgeirsdóttur frá Fróðá, og eru 6 börn þeirra á lífi. Bergsveini er þannig lýst af kunnugum manni, að hann hafi verið „vel viti borinn, samvinnuþýður, prúðmannlegur í framkomu og drengur ágætur“. Björn Guðfinnsson hefur nýlega ritað mjög athyglisverða grein um „stúdentspróf í áföngum" (Alþýðublaðið, 17. okt.). Þar segir hann meðal annars: „Við nána athugun á þessu máli: hvernig greiða beri götu efnilegra og námfúsra manna, sem eiga þess ekki kost að sitja 3—4 vetur í lær- dóntsdeild menntaskóla, hef cg komizt að þeirri niðurstöðu, að rétt sé að gefa þeim tækifæri til þess að taka stúdentspróf i áföngum, ljúka prófi í fáum greinum — og stundum jafnvel aðeins cinni — á ári. Sjálfráðir ættu menn auðvitað að vera um það, hvort þeir lykju prófi í öllum greinum eða létu sér nægja aðeins nokkrar þeirra, en heildarpróf væri að sjálfsögðu nauðsynlegt til þess að öðlast rétt til

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.