Menntamál - 01.10.1945, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.10.1945, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 161 í héraði. Eins og áður er getið, hefur vilji manna mjög hallast í þá átt að fá skóla fyrir hvert sveitarfélag. Það er eins og mönnum finnist, að sveitarfélag sitt missi eitt- hvað af sjálfstæði sínu við það að sameinast öðrum um skólamál og dýrð þess sveitarfélags, sem skólann fái, verði mest — það hafi einnig beinan hagnað af því, því að það hirði þó útsvör kennaranna. — Þótt áhugamenn um skóla- mál láti sig þessi útsvarshlunnindi litlu skipta, getur þetta orðið viðkvæmt mál og þess virði að gefa því gaum áður en langt er haldið. Útsvar tveggja launaðra kennara geta á þrengingartímum verið fámennum og tekjulitlum hrepp- um meira virði en sýnist í fljótu bragði og lítið réttlæti virðizt, að einn hreppur hirði þau og vinni upp með því tillag sitt til reksturskostnaðar skóla, sem fleiri hreppar standa að. Þætti mér líklegt, að fleirum væri unnt að þoka til samstarfsvilja, væri hægt að koma því svo fyrir, að út- svör þessara manna rynnu til sameiginlegs reksturs stofn- unarinnar. Sjálfsagt eru erfiðleikar á að koma því svo fyrir, en það mun verða athugað, hvort fært er. Um byggingu skólahúsa í sveitum og kauptúnum gæti verið athugavert nú og síðar, hvaða byggingarefni og að- ferðir eru heppilegastar. Á að byggja úr steinsteypu eins og nú er yfirleitt gert eða er hægt að finna einhverja aðra kostnaðarminni leið? Erlendis virðist nú mikið að því gert að tiltelgja hús, sem síðan eru flutt langa vegu til upp- setningar. Á þessu hef ég enga þekkingu, en vildi aðeins minnast á, hvort fært mundi að fá skólahús erlendis frá, smíðuð og búin til uppsetningar. Athugavert mundi vera, hvort á þennan hátt væri unnt að fá ódýrari skólabygg- ingar, sem ófrávíkjanlega yrðu að hafa kosti nýtízku skólahúsa. En hvernig sem skólahús verða byggð, þarf meira að gera en koma þeim upp. Þau þurfa að geyma hlýleika og einfalda fegurð og örva þannig tilfinningu nemendanna og lotningu fyrir því, sem fagurt er. Skólahús okkar, eins

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.