Menntamál - 01.10.1945, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.10.1945, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 167 STEFÁN JÓNSSON NÁMSSTJÓRI: Merkileg gjöf (Grcin þessi er kalli úr útvarpserindi fluttu 8. júní s.l., dálítið styttur.) Þegar Halldór Stefánsson, forstjóri Brunabótafélags ís- lands, flutti frá Torfastöðum í Vopnafirði til Reykjavík- ur, keypti jörðina ungur, ókvæntur bóndi, Alexander Stefánsson frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði. Hann var þá efnalítill og keypti jörðina í skuld að mestu. Hann rak svo þarna bú af miklum myndarskap og varð efna- lega sjálfstæður bóndi, bætti og húsaði jörð sína, og allt virtist leika í lyndi. En þá fékk hann heimsókn af sendi- boða dauðans. Hann veiktist af berklum, barðist við dauð- ann í full tvö ár og dó að Kristneshæli hinn 5. febrúar í vetur, aðeins 35 ára að aldri. Alexander var jarðaður að Hofi í Vopnafirði 3. marz, en tveim dögum síðar var erfðaskrá hans opnuð að heimili hans, Torfastöðum. Kom þá í ljós, að hann hafði gefið skólasjóði Vopnafjarðarsveitar allar eigur sínar, að frá- teknum 2500 kr., gefið þær til byggingar heimavistar- skóla. En eigur hans voru metnar til verðs á 89 þúsund og 7 hundruð krónur. Þetta er stórhöfðingleg og mei’kileg gjöf, sem hlýtur að vekja athygli. En ég vil leyfa mér að skyggnast ofur- lítið nánar inn í hugskot gefandans, því að baki þessarar ákvörðunar er karlmannslund og bjartsýni. Hver er ástæðan til þess, að hann ákveður að gefa eigur sínar til skólabyggingar fyrir æskulýð sveitar sinnar? Háreksstaðir í Jökuldalsheiði var mjög afskekktur bær, enda nú kominn í eyði. Þar fæddist Alexander 14. des.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.