Menntamál - 01.10.1945, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.10.1945, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL 169 norðurför á Kristneshæli, og þar lézt hann eins og áður er sagt hinn 5. febrúar. Þetta er sagan um drenginn í heiðarbýlinu, sem á sér bjartar hugsjónir og menntunarþrá, þótt hann fái ekki notið skólagöngu vegna erfiðra lífskjara. Það er sagan um þrekmennið bjartsýna, sem ekki lætur bugast, þótt lífsþráður hans sé kominn að því að bresta, en ákveður að afrakstur iðju sinnar skuli verða gjöf til æskulýðs héraðsins, svo að hann fari ekki á mis við það, sem hann sjálfur þráði í æsku: skólagöngu. í hugsjón sér hann rísa upp í Vopnafirði glæsilega byggingu, bjarta og hlýja, þar sem æskulýður sveitar- innar nýtur fræðslu og þroskandi leikja. Hann sér í hug- sjón, þar sem hann hvílir þreyttur á sjúkrabeði, ung- mennin glöð og áhyggjulaus njóta æskulífsins í þessum fögru húsakynnum, og hann nýtur þess í kyrrðinni, að hluti af þessari glæstu byggingu er ávöxtur af striti hans, meðan jafnaldrar hans nutu þeirrar hamingju að mega sækja skóla. Þessar draumsýnir stytta síðustu legudaga hans. Hann finnur sér til gleði, að hann hefur ekki til einskis lifað. Á næsta ári rís að forfallalausu upp þessi glæsta bygg- ing, sem gefandinn hefur séð í hugsýn í sjúkrahúsinu. Hin fagra sveit Vopnafjarðar eignast menningarsetur, sem verður æskulýð héraðsins til andlegs og líkamlegs þroska. Og minningin lifir um drenginn, sem fæddist í afskekktri fjallabyggð, en átti þrek til að heyja harða lífsbaráttu og bjartsýni til þess, að afrakstur þeirrar hörðu lífsbaráttu yrði framtíðinni til heilla. Gjöf Alexanders sýnir trú bjartsýnna manna á hug- sjóninni. Stefán Jónsson.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.