Menntamál - 01.10.1945, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.10.1945, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 163 I sveitum fer nú vaxandi áhugi fyrir því, að koma upp heimavistarskólum og víða er hafin fjársöfnun til undir- búnings undir framkvæmdir. Fréttir berast um rniklar fjárgjafir einstakra manna til skólabygginga. Menn, sem hafa hugboð um, að þeir eigi skammt eftir ólifað, ráðstafa svo eignum sínum, að andvirði þeirra renni til skólabygg- inga. Þeir menn eru lífinu trúir, þótt sjálfir horfi móti dauða. Slíkt hugarfar til skólamála finnst hjá einstaka mönnum, sem brenna af áhuga til úrbóta. Má því vænta þess, að á næstu árum verði hafizt handa og ráðizt til framkvæmda, ekki sízt ef ný fræðslulög verða samþykkt og vald fræðslumálastjórnar til meiri sóknar í þessum málum aukin. En hætt er þó við, að sums staðar geti enn of lengi dregizt. Ennþá eru til menn, sem þykjast sjá ýmsa annmarka á heimavistarskólaforminu og andæfa gegn því. Stefán Jóns- son námsstjóri gat fyrir nokkru í útvarpserindi þeirra mótmæla, sem andófsmennirnir bæru fram. Kannaðist ég við þau öll, svo að þau virðast ekki fara eftir landsfjórð- ungum. Eru þau venjulega borin fram af andófsmönnun- um, þegar á þessi mál er minnst. Stefán Jónsson svaraði þeim svo, að ég hef þar litlu við að bæta, en ég vil þó lítillega á sum þeirra minnast. Veiklynd börn eiga að bíða tjón af því að vera tekin frá heimilum sínum og sett í heimavistaskóla, þar sem þau eru öllum ókunnug. Hægur vandi mundi foreldrum að gera kennurum ljóst um veiklyndi barnsins, svo að þeir gætu hjálpað því til þess að yfirstíga það. Einhvern tíma þarf það að læra að umgangast ókunnugt fólk, og því hollast að það verði sem fyrst. Ef veiklyndi barnsins er sjúkleiki, svo að það hefur ekki gagn af skólavist, eru líkur til þess að koma þess í skólann verði til þess, að læknir athugi það og allt verði gert því til hjálpar. Önnur mótbára er sú, að skólarnir taki börnin frá heim-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.