Menntamál - 01.10.1945, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.10.1945, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL 155 legra framfara, sem olli byltingu í atvinnu og lífsháttum þjóðar, er um aldir hafði setið í sama farinu, verið ör- snauð og kúguð, en tiltölulega auðug af mörgum andleg- um verðmætum. Fræðslulögin voru sett af brýnni þörf þjóðfélags, sem þurfti að taka stökk frá miðaldalegu ástandi á mörgum sviðum, til þess að verða hlutgengt meðal menningarþjóða, sem áttu langa tæknilega þróun í atvinnuháttum að baki, og nauðsyn var á, að breytingin til hlutgengisins yrði á sem skemmstum tíma. Fræðslulögunum virðist í upphafi hafa verið tekið mis- jafnlega. Þar sem kauptún voru í myndun er svo að sjá, að mörgum forráðamönnum hafi verið nauðsyn skóla- fræðslunnar augljós og þeir horft til hennar með meiri bjartsýni og trú en oft hefur gætt síðar. Víða í kauptún- um var brugðizt vel við og jafnvel höfðinglega, skólahús voru reist af myndarbrag, sé tillit tekið til þeirra tíma, og til þeirra ætlað það fyllsta, sem þá var heimtað af áhöldum og gögnum. Víða í sveitum virðist fræðslulögunum hafa verið tekið af meira tómlæti, en sums staðar þó með nokkrum skiln- ingi. Margir munu hafa átt erfitt með að átta sig á þörf breyttra fræðsluforma og nauðsyn þess að eyða til þeirra nokkru fé. Einstaka menn munu og hafa litið lögþvingun fræðslulaganna sem eina af þeim plágum, sem yfir land þetta hefur gengið. Um aldir hafði íslenzk alþýðufræðsla hvílt að langmestu leyti á heimilunum og mörg þeirra verið gjöful í þjóð- legum fræðum, en voru þess ekki umkomin að annast þá nauðsynlegu og hagnýtu fræðslu, sem krefjast varð með breyttum háttum. Þess vegna varð hjálp skipulagðrar skólafræðslu nauðsynleg. Það má vera, að eitthvað af þjóðlegu uppeldi og fræðslu heimilanna hafi farið forgörðum í umróti breytinganna og skólarnir enn ekki getað bætt það upp í nýrri mynd. Sagnir og ævintýri, kvæði og þulur kvöldvakanna voru

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.