Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 9

Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 9
VORIÐ 5 * A tind- in- iim. Hcr sjást nokkrir skátar frá Akureyri uppi á fjallstindi einum við Eyjafjörð. fyrir á stórum úlfalda, og búa allt út til ferðarinnar. Þau ætluðu ekki að fara ein síns liðs, heldur að verða samferða mörgum ættingj- um og vinum; og af því að svo margir voru í förinni, gekk seint að komast af stað. Drengurinn tók ekki þátt í ferðabúnaðinum, heldur sat hann hljóður — í öllu annríkinu og óværðinni — og var að hugsa um gripina þrjá. Allt í einu datt honum í hug, að enn mundi vera tóm til að fara upp að musterinu og sjá þá. Mikið var enn ógert, áður en lagt yrði af stað. Og hann mundi verða kom- inn aftur í tæka tíð. Hann flýtti sér af stað, án þess að geta þess við nokkurn, hvert hann ætlaði. Honum fannst þess ekki þurfa. Hann kæmi strax aftur. Hann var fljótur upp að must- erinu og inn í súlnagöngin, þar sem svörtu tvíburarnir voru — stoðir þær, sem áður er getið. Og þegar er hann kom auga á þær, ljómaði andlit hans af gleði. Hann settist á gólfið hjá þeim og starði á þær. Og þegar hann minntist þess, að sá, sem milli þeirra kæmist, væri syndlaus og réttlátur fyrir guði, fannst honum þær vera hið dásamlegasta, sem fyrir hann hafði borið. Hann hugsaði um það, hvílíkan fögnuð það mundi veita, að geta komizt milli stoðanna; en þær stóðu svo nálægt hvor annarri, að það var ógerningur að reyna það. Þannig sat hann og bærði ekki á sér langa stund, en honum fannst það aðeins vera fáein augnablik. (Framhald).

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.