Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 26

Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 26
22 VORIÐ arlegt hljóð innan úr skúrnum — langdregið ýlfur — og loks smá- gelt. Jú, þarna hlaut að vera hundur inni. Hann hafði verið lokaður þarna inni, verið þarna fangi í margar klukkustundir, kaldur og matarlaus. Óli flýtti sér að draga lokuna frá og opna hurðina. Svo- lítið hundgrey, rennblautt, óhreint og skjálfandi af kulda, kom á móti honum og horfði á hann hryggum og biðjandi augum, en Kátur litli sleikti hann vinalega í framan. „Hver ert þú, litli vinur minn?“ spurði Óli og laut niður að þess- um nýja vini sínum, „þú ert þó ekki bróðir hans Káts, eða eitt- hvað skyldur honum.--------Jæja, komdu nú.---------Þér veitir víst ekki af að komast í hlýjuna. Kátur getur hlaupið það, sem eftir er af leiðinni heim.“ í fyrstu datt Óla í hug að hlaupa niður á lögreglustöðina með þennan nýja vin sinn, en hann hvarf þó frá því vegna þess, að hann bjóst við að vesalings hundinum veitti ekki af að fá sem fyrst einhverja hressingu og að- hlynningu. Móðir Óla varð ekki sérlega hrifin, þegar Óli kom heim með flækingshund í annað sinn í sömu vikunni, en hún lét þó ekki hund- inn gjalda þess. „Reyndu nú að hlynna vel að honum í kvöld, svo getur hann sofið í körfunni hjá Kát, en það skal ég láta þig vita, að þú verður að fara með hann á lögreglustöð- ina snemma í fyrramálið, því að ekki þarft þú að hugsa til að kaupa annað hundamerki." Óli sveikst ekki um að hjúkra þessum nýja leikfélaga Káts. Þeg- ar hann hafði gefið honum að borða nægju sína, þvoði hann seppa úr sápuvatni, þangað til hann var orðinn nýr og betri hund- ur. Og þegar þessari hreingerningu var lokið, ætlaði Óli ekki að trúa því, að þetta væri sami hundur- inn, sem hann fann í skúrnum, svo fallegur og pattaralegur var hann nú orðinn. Kátur sat við hlið hans og beið eftir að þessi nýi félagi yrði tilbú- inn að taka þátt í öllum þeim hoppum og stökkum, sem hann kunni. Allt kvöldið léku þeir sér sam- an og það kom í ljós„ að þessi nýi gestur var enginn eftirbátur hins í margs konar íþróttum, og þegar kominn var háttatími voru þeir félagar allir orðnir þreyttir, en frú Hansen hafði skemmt sér hið bezta. En þegar báðir hundarnir voru sofnaðir, lá Óli enn lengi vak- andi og braut heilann um, hvernig hann ætti að komast yfir þessar tíu krónur fyrir áramót. Þá hugs- aði hann einnig um, hvað verða myndi af þessum nýja vini sín- um, og hver myndi eiga hann. Það gat ekki verið neinn flakkari, sem átti svona dásamlegan hund.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.