Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 33

Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 33
V O R I Ð 29 Milli vonar og ótta. Haustnóttin þandi hrafnsvarta vængina yfir hið friðsæla fiski- þorp, Bolungavik, og svefnengill- inn tók börnin í faðm sér og svæfði þau. Kalli í Tungu vaknaði klukk- an 5 um nóttina við það, að pabbi hans var að klæða sig. Hann var formaður og ætlaði að róa til fiskjar, því að veðrið var svo gott. Kalli settist upp og þurrkaði stýrurnar úr augunum, klæddi sig í flýti og fylgdi pabba sínum nið- ur að fiskhjallinum. „Flýttu þér nú aftur heim,“ sagði pabbi hans. „Ég ætla að sækja hásetana fyrir þig,“ sagði Kalli og þaut af stað. Nokkru síðar kom hann aftur. „Ég er búinn að vekja þá,“ sagði hann. „Það er gott, vinur minn,“ sagði pabbi hans. „Ég er orðinn eitthvað svo þreyttur og stirður.“ Það var nú engin furða, hann var orðinn svo gamall, eitthvað um fimmtugt. Svo kvaddi hann Kalla með kossi. Sjómennirnir ýttu frá landi, en Kalli fór heim og sofnaði. Það var farið að birta, þegar hann vaknaði. Svartir skýhnoðrar þutu um him- ingeiminn. Kalli fór í skólann um morgun- inn eins og vanalega. En þegar hann kom heim, varð honum bilt við, því að pabbi hans var ekki kominn, en sjórinn og hvassviðrið jókst með hverri stundu, sem leið. Dagurinn leið, en ekki kom pabbi. Húsfreyjan var döpur í bragði, er hún háttaði og svæfði yngstu börnin sín. Þegar börnin voru sofnuð grét hún með þung- um ekka. Hún vildi ekki hryggja börnin sín með því að láta þau sjá sig gráta. Kalli gat ekki heldur sofnað. Hann var elztur af syst- kinum sínum, og skildi vel, hve mikil hætta var á ferðum, ef pabbi hans kæmi ekki heim. Honum var þungt um hjartað, er hann heyrði grátþrungna rödd segja: „Skyldi ég nú vera orðin ekkja, og hvað verður þá um blessuð börnin mín?“ Kalli bældi sig niður í rúm- ið og grét sig í svefn. Svona beljaði landsynningurinn í tvo daga, en að morgni hins þriðja dags, var kominn austan strekkingur. Kalli vaknaði með andfælum við brimhljóð og stormhvin. Hann klæddi sig og hljóp út á stétt. Hann bað góðan Guð að láta koma logn, en það var eins og stormur- inn hvíslaði í eyrun á honum: „Ég blæs bara í seglin hans pabba þíns.“ Kalli horfði út á sjóinn. Hann kom auga á bát, sem nálg- aðist óðfluga. Hann kom upp á ölduhryggina og hvarf svo aftur niður í öldudalina. Kalli hljóp niður í fjöru í því að báturinn renndi að. Pabbi hans stökk upp úr bátnum, heilsaði honum með föðurlegri alúð og þrýsti heitum kossi á kinnina á honum. „Hefurðu

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.