Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 12

Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 12
8 VORIÐ Til miðdegisverðar var svína- steik og kál, það þótti Filippusi góður matur, og það var uppá- haldsmatur föður hans. Hrepp- stjórinn var svo niðursokkinn í það að borða, að hann tók ekkert eftir því, hvað Filippus var sorg- bitinn og snerti ekki á matnum. Þegar hreppstjórinn fékk uppá- haldsmat sinn, þá var hann alltaf í góðu skapi, og nú kallaði hann á son sinn og setti hann á kné sér. „Filippus," sagði hann, „hugs- aðu þig nú vel um. Ef þú óskar einhvers, skal ég uppfylla ósk þína.“ Nú hefði litli prinsinn getað ósk- að sér, að fá leikföng, hatt með fjöður eða eitthvað annað fallegt. En það datt honum alls ekki í hug. Hann klappaði á kinnina á föður sínum og sagði: „Þá ætla ég að biðja þig að lofa Jósep að skreppa heim til sín í dag.“ „Nei, heyrðu nú litli prinsinn minn!“ sagði faðir hans ánægður. „Hann biður alltaf um eitthvað handa öðrum. Þú ert góður dreng- ur.“ Það var í annað skipti þennan dag, að hann heyrði sagt, að hann væri góður drengur. En hann hugsaði: „Það er alls ekki satt, ég er ekki góður, það vita bæði ég sjálfur, Hinrik og drottinn.“ „Segðu Jósep, • að hann megi fara,“ sagði hreppstjórinn. „Og í kvöld máttu svo óska þér einhvers handa sjálfum þér.“ Hjónin fóru þá út, en sonurinn varð einn eftir. Hann tók stóru myndabókina, sem hann mátti skoða á sunnudögum, en hann hafði enga ánægju af myndunum, og var í þungu skapi. Honum fannst alltaf einhver horfa á sig. Loks stóð hann upp og horfði til allra hliða, — rétt, það var Krists- myndin, sem hékk yfir rúmi föður hans. Hún horfði á hann, og hon- um sýndist svipur meistarans miklu strangari en vant var. Fil- ippus spennti greipar og fór að biðja. Það var að vísu bara borð- bænin, og hún átti ef til vill ekki alveg við þarna. Og Kristsmyndin hélt áfram að horfa á hann með ströngum svip. Svo stökk hann upp í rúmið og kyssti Kristsmynd- ina — en svipurinn breyttist ekki, og var enn ásakandi eins og hann vildi segja: „Þetta kemur ekki að neinu liði. Þú verður að kyssa vesalings fátæka Hinrik og biðja hann um fyirrgefningu, þá þykir mér aftur vænt um þig.“ Filippus stökk niður úr rúminu, tók húfuna sína, hljóp út að dyr- unum og niður veginn og að neðsta húsinu, þar sem Hinrik litla hafði verið komið fyrir. Fæðið var að vísu lélegt og húsnæðið líka, og ekki heyrði hann oft vin- gjarnlegt orð, en svona veslings munaðarlaus drengur, krefst ekki

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.