Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 20

Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 20
1G VORIÐ (Vekið drengskap o. s. frv. sungið aítur). TRÖLLIN (lúta Fjallk.): Heill Fjallkona. Auðna vaki yfir þér. (Fara). FJALLK.: Ég veit, að þið óttist dverga í steinum og stöpum. Konungur, lát þú kallara þinn kalla hingað dverga úr steinum og stöpum. ÁLFAK.: Kallari. — Kalla þú hingað dverga úr steinum og stöpum! KALLARI (kallar): Dvergar, úr steinum . og stöpum, komið. Fjallkonan kallar ykkur. DVERGAR: (Dvergur mjög síð- skeggjaður og dyrgja koma inn ). FJALLK.: Mennirnir hafa kennt þessum börnum að óttast ykk- ur. Talið við þau. DVERGUR: Við erum smáir vexti, — en góðviljaðir. Vinna og vinna alla daga og nætur — ef með þarf. Smíða og móta hinn dýra málm. Iðni og verka- dyggð, — það er okkar vilji, — það er okkar líf. Með stöðugri iðni og einlægum vilja geta jafn- vel minnstu hendurnar gert völundarsmíð. Þetta viljum við kenna ykkur: — Iðni og verka- dyggð. ÁLFAK.: Hyllið hina sístarfandi völunda með söng. ÁLF AR (syngja ): Dvergar byggið dvergastein, dýran smíðið málm. Glæðið iðn’i og iðju við ykkar vökusálm. Tryggu tröll. Traustu fjöll tign á brúnum skín. Á íslandi er heillin öll og hamingjan mín. FJALLK.: Dvergar. Þökk sé ykk- ur, fulltrúar iðninnar og hag- leikans. Verið hér með oss. DVERGAR (lúta Fjallk.): Þökk, drottning. Við skulum kenna börnum þínum að smíða djásn dyggðarinnar í kórónu þína. (Taka sér stöðu við stól Gunnu). FJALLK.: Ég veit, að þið kvíðið vorinu. Þið eigið þá oft langar og leiðar nætur, þegar þið vak- ið yfir vellinum í þoku og súld, en nú vil ég kalla á vorið, svo að þið fáið að sjá það og heyra. (Við Áliák.): Konungur. Kalla vorið. ÁLFAK.: Kallari. Kalla þú vorið. KALLARI: Vor, — kom þú. Fjallkonan kallar þig. VORIÐ (kemur. Stúlka klædd ljósgrænum búrtingi). FJALLK.: Vor. — Mennirnir hafa búið svo að þessum börnum, að þau kvíða komu þinni. Ávarpa þú þau. VORIÐ (glaðlega): Börnin mín. Ég kem „með sól í fangi og blóm við barm, og bros á vanga norður í heiminn“. Ég kyssi jörðina. Grös og blóm vakna. Ég kyssi vangana og vetrar-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.