Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 10

Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 10
V O R I Ð PRINSINN — ÆVINTÝR. — Hann var nú ekki reglulegur prins. En hann átti eigi að síður skilið að bera það nafn. Þið hefð- uð átt að sjá hann á helgidögum, þegar hann fór til kirkju! Hann var í flauelsjakka með breiðum, hvítum leggingum. Ekkert hinna barnanna átti þvílíkt fat, ekki einu sinni feiti Franz, sonur bak- arans. Framan á kragann batt móðir hans stóra slaufu úr yndis- legum, mislitum silkivasaklút. Það verður þó eitthvað að leggja á sig, til þess að einkabarn hrepp- stjórans sómi sér vel. Því að hreppstjórinn er æðsti maður í þorpinu. Allir snúa sér til hans og biðja um ráð og hjálp. Hann hef- ur vald til að hegna fólki, sem tek- ur eldivið í skóginum, ef það á hann ekki, og þeim, sem eru með hávaða á götunum, þegar fólk er sofnað. Sá, sem er sonur voldugs manns, getur vel látið kalla sig prins, jafn- vel þótt hann eigi enga gullkór- ónu til að hafa á höfðinu. Aftur var kominn sunnudagur. Hreppstjórafrúin hafði enn á ný bundið silkiklútinn í fallega slaufu og ætlaði að senda son sinn í kirkju. Hún kyssti hann og sagði: „Farðu bara einn, Filippus. Ég þarf að vera heima, því að rauða kýrin er ekki heilbrigð, og ég þarf að líta eftir henni. En biddu fyrir okkur öllum, og vertu góður drengur.“ Filippus fór. Þegar hann kom út á götuna, bættust fleiri börn í hópinn, þau leiddust áfram eftir veginum, og smám saman stækk- aði hópurinn, svo að hann náði yfir þvera götuna. En þegar þau komu að kirkjunni, tóku þau ofan og gengu tvö og tvö inn. Filippus litli var í eðli sínu bezta barn, og var vanur að sitja kyrr og hljóður í kirkjunni. En í dag var einhver óróleiki yfir hon- uum, hann ók sér fram og aftur án þess að líta upp að altarinu eða predikunarstólnum. Hann var allt- af að líta til hliðar og hnyklaði brýnnar. Við hlið hans stóð Hinrik litli, fátækasti drengurinn í þorp- inu. Hann átti enga foreldra, eng- inn gaf honum falleg föt, þess vegna varð hann að vera í kirkj- unni í gamla, slitna og blettótta jakkanum sínum, og buxurnar hans voru allt of síðar og víðar, af því að hann hafði fengið þær frá dreng, sem var miklu stærri. Hann var að ytra útliti í miklu ósamræmi við litla prinsinn í flau-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.