Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 36
32
V O R I Ð
Pétur: „Hvað át ég þá í morgun?“
Kennslukonan: „Egg“.
Pétur (fagnandi): „Nei! Þér getið
skakkt, fröken. Ég fékk fisk í morgun, en
egg í gaermorgun".
Lygin er ætíð skaðleg, hvort sem hún
er sögð með orðum eða gerð á annan
hátt. Jón litli lá fárveikur í barnaveiki,
svo að faðir hans varð að vitja læknis.
Á leiðinni spyr hann dreng, sem Pétur
hét, til vegar. Hann svarar engu, en
bendir með hendinni á ranga leið. Mað-
urinn, sem var ókunnugur, fór þá leið,
sem honum var vísað á og lenti fyrir það
í forarmýrum, varð að fara yfir á á vað-
leysu og lenti sjálfur í lífsháska. Þó þótti
honum töfin, fyrir stóran krók um
nokkra klukkutíma verri, því að afleið-
ingin varð sú, að þegar læknirinn kom
til Jóns litla, var hann dáinn.
I líkræðunni gat presturinn þess, að
lygin væri orsök dauða þessa drengs.
Þegar Pétur frétti þetta, grét hann sár-
an og varð þunglyndur um tíma. Hann
strengdi þess heit að vera sannorður alla
ævi, og verða aldrei vísvitandi valdur að
böli annarra.
Páll litli: „Mamma! Fá börnin hirtingu
fyrir það, sem þau gera ekki?“
Móðirin: „Nei, lambið mitt“.
Páll litli: „Það er gott. Ég hef ekki lit-
ið í kverið mitt í dag“.
Tveir drengir voru að kíta.
Pétur: „Ég veit vel, að þótt þú kallir
fósturforeldra þína föður og móður, þá
eru þau það ekki. Þú ert bara bjálfatet-
urs tökubarn".
Oskar: „Já, þess vegna er ég miklu
betri en þú. Mamma mín og pabbi völdu
mig úr mörgum börnum. En aumingja
foreldrarnir þínir voru neyddir til að
VORIÐ
tímarit fyrir böm og unglinga. Koma
út 4 hefti á ári, minnst 32 síður hvert
hefti. Árgangurinn kostar kr. 5.00 og
greiðist fyrir 1. maí.
Útgefendur og ritstjórar:
Hannes J Magnússon, Páls Briems-
götu 20 Akureyri, og
Eríkur Sigurösson, Hrafnagilsstr. 12,
Akureyri.
Prentverk Odds Björnssonar.
sitja með þig með alla heimskuna og
óknyttina, þó að þau hefðu orðið lifandi
fegin að losna við þig, ef þau hefðu
getað“.
Ráð til að komast átram í heiminum.
1. Æfðu þig í staðfestu, og jafnframt
að hafa vald yfir geðshræringum
þinum.
2. Vertu þrautseigur og þolinmóður.
Láttu ekki áhugann dofna og eyddu
aldrei tíma til óþarfa.
3. Farðu ætíð varlega með heilsuna og
æfðu kraftana við erfiði.
4. Lítilsvirtu ekki smámuni, notaðu þá.
Þeir draga sig saman, svo að til gagns
verða.
5. Vertu áreiðanlegur í orðum, verkum
og viðskiptum. Vertu vinavandur.
Taktu eftir því, hvernig menn reyn-
ast öðrum, og gleymdu ekki að reyn-
ast vel sjálfur.
Hjúkrunarkonan: , Þú hefur gleymt að
þvo þér í morgun, drengur minn. Hvern-
ig stendur á því?“
Páll litli: „I gær var ég í afmælisveizlu
og kom svo seint heim, að ég gat ekki
þvegið mér. Og í morgun vaknaði ég svo
seint.“