Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 17

Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 17
VORIÐ 13 Þóru, þegar þú ert orðinn stór? NONNI: Nei. Það er skömm fyrir karlmenn að berja kerlingar, en ég ætla ekki að anza henni, ekki einu orði, hvað sem hún segir. — Jú, annars. Ég verð bara dálítið góður við hana, grey-kerlinguna, fyrst hún gaf okkur sykurinn. — En eigum við nú ekki að koma fram og sjá, hvaða mat hún hefur skilið eftir handa okkur í búrinu? GUNNA: Ó, það er svo dimmt frammi. Og svo, — ef eitthvað kemur. NONNI: Við kveikjum á kertis- stúfnum okkar, litli kjáninn þinn, og svo leiði ég þig. Svona — komdu nú. (Þau kveikja á kerti og leiðast fram. Eítir Ör- skamma stund koma þau hlaup- andi inn aítur mjög óttaslegin). GUNNA (grátandi): Ó, ó, Nonni, það er eitthvað voðalegt að koma. (Hávaði heyrist irammi). NONNI (hræddur): Við skulum fela okkur og gæta þess að hafa ekki hátt. (Þau fela sig). 5. atr. (Alfakóngurinn. Tveir varðmenn. Grímur — Þóra). V arðmennirnir standa sinn hvoru megin við Grím og Þóru. — Grímur er með hundnar hendur. Várðmennirnir eru vopnaðir. ÁLFAKÓNG. (snýr sér að þeim hjónum): Vondu hjón. í kvöld sendi ég hingað tvo varðmenn mína til þess að vita, hvort hér væri allt hreint og ljósum prýtt, svo að huldumenn og huldu- meyjar, þegnar mínir, gætuglatt sig hér, dansað og sungið sam- kvæmt óskráðu lögmáli ís- lenzkrar gestrisni. En nízkan er ykkur svo í blóð borin, að þið brutuð þetta gamla lögmál, hér logaði aðeins ljós á lítilli týru í einu herbergi. En þetta hefði ég máske látið óátalið um stund. En menn mínir heyrðu, er þið skipuðuð með harðri hendi tveim munaðarleysingjum, sem ykkur hefur verið trúað fyrir, að vera hér ein heima og vaka yfir bænum. Menn mínir komu þegar á minn fund og tilkynntu mér þetta. Góðálfar hegna öll- um, sem níðast á lítilmögnum og munaðarleysingjum. En af því að húsfreyja sýndi börnun- um dálítinn mannúðarvott skal ykkur nú gefinn kostur á að bæta brot ykkar. — Þið eruð barnlaus og rík. Viljið þið nú upp frá þessari stundu veita litlu börnunum, sem hjá ykkur eru, hið bezta uppeldi, sem völ er á, og gera þau að erfingjum allra ykkar eigna? —• Ef þið gerið þetta ekki verðið þið dreg- in á krossgötur og ærð. Kjósið nú, GR. OG ÞÓRA (aumkunarlega): Já, já, herra Álfakóngur. ÁLFAKÓNG.: Loforð ykkar næg- ir mér. Ég hef ráð til þess að sjá um, að þau loforð verði haldin. Yf-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.