Vorið - 01.06.1944, Side 13
VORIÐ
43
hann inni í þessu dimma og
skuggalega musteri.
Honum fannst það hin mesta
vanvirða að eiga nú að fara að
draga fram lífið á ölmusugjöfum,
þegar hann átti sjálfur hraustar
hendur, fúsar til starfa.
En faðir hans gat ekki rofið heit
sitt. Þá myndi reiði guðanna koma
yfir heimili hans. Faðir hans benti
honum á þetta í hvert skipti, sem
hann færði þetta í tal við hann.
Hann hafði líka skyldur við föður
sinn, og þegar hann andaðist,
myndi það verða hlutverk hans að
fórna reykelsi uppi í musterinu
honum til heiðurs. Þótt Lao Wang
gæti unnt föður sínum þess heið-
urs, var honum allt annað en ljúft
að hugsa til þeirrar þjónustu.
Hann bar ekki virðingu fyrir
guðunum á sama hátt og faðir
hans. Hann sýndi þeim jafnvel
lítilsvirðingu. Honum stóð enginn
ótti af heimilisguðunum, sem voru
hengdir upp á eldhúsveggina
heima hjá honum ,enda þótt útlit
þeirra allt væri næsta fráhrind-
andi.
Uppskerutíminn stóð yfir, og þá
þurfti að gæta akranna vel. Þann
starfa hafði Lao Wang. Úti í miðj-
um akrinum var byggður kofi á
háum súlum, svo að hann bar yfir
hina hávöxnu kornstangamóðu. I
kofa þessum sat Lao Wang og leit
eftir að þjófar gerðust ekki of nær-
göngulir við akrana. En þeirra var
ætíð von um þetta leyti, þegar
kornið var fullþroskað.
Ef hann varð var við einhverja
grunsamlega hreyfingu á korngres-
inu úti á akrinum, þaut hann
þangað sem örskot og elti þjófinn
með barefli sínu.
En á meðan hann beið þarna
hugsaði hann varla um annað en
það, hvernig hann gæti komizt hjá
þeim örlögum, sem nú biðu hans.
Dag nokkurn dettur honum svo
snjallræðið í hug.
Hann átti góðan vin, sem hét
Tsao Ling. Kvöld eitt trúði hann
honum fyrir áformi sínu og bað
hann um aðstoð og hjálp.
Tsao Ling varð samstundis upp-
veðraður og hlakkaði til þessa
óvænta ævintýris.
Að kvöldi hins næsta dags drap
Tsao Ling á musterisdyrnar og
gerði boð fyrir æðsta prestinn.
Honum var boðið að ganga á
fund hans, og skömmu síðar stóð
hann frammi fyrir gömlum og göf-
ugmannlegum öldungi með sítt og
mikið skegg.
„Hver ert þú?“
„Tsao Ling.“
„Hum, ég þekki þig ekki. Hvert
er erindi þitt?“
„Ég — — — ég sá nokkuð,
sem skaut mér skelk í bringu.
Regnguðinn er á gangi úti á akr-
inum.“
„Regnguðinn?“ Presturinn starði
á hann og á gamla, hrukkótta and-
litinu hans var bæði undrunar- og
efasvipur.