Vorið - 01.06.1944, Side 20

Vorið - 01.06.1944, Side 20
VORIÐ VALDIMAR V. SNÆVARR: Smásaga með eftirmála. i. I bæ einum á Rússlandi bjó fá- tæk ekkja, og starfrækti litla veit- ingastofu, aðallega fyrir sjómenn. Dag nokkurn sátu þar inni fáeinir sjómenn og hresstu sig á víni. Þeg- ar þeir voru farnir, fann ekkjan peningabuddu á gólfinu, sem hún þóttist fullviss um, að einhver gestanna hefði týnt eða skilið eftir. Strax hljóp hún niður að höfninni með peningana og ætlaði sér að hafa upp á eigandanum og skila honum því, er hún hafði fundið. En þá var skipið farið. Sneri hún þá heimleiðis við svo búið og læsti peningana niður hjá sér. Liðu svo ár, án þess nokkur gerði tilkall til þeirra. Nágrannar hennar sögðu við hana: „Þér er óhætt að nota peningana; aldrei kemur þú þeim til skila, hvort sem er.“ „Nei, ekki geri ég það,“ svaraði ekkjan. „Ég slæ ekki eign minni á það, sem menn týna í mínum húsum.“ Enn liðu ár, þar til nokkrir veðurbitnir og útiteknir sjómenn slangruðu inn í veitingastofu ekkjunnar seint að kveldi og settust þar við borð og fengu sér „hressingu“. Ekkjan komst brátt að því af tali þeirra, að langt var síðan þeir höfðu síð- ast komið í heimahöfn, og tóku þeir að minnast á „ýmislegt frá gömlum dögum“. „Nei, fyrir 8 ár- um var ég „fallega plokkaður“ hér í bænum,“ sagði einn þeirra. „Ég átti þá 700 rúblur’) í buddunni, en týndi henni svo með öllu sam- an. En mér var það alveg mátu- legt. Ég var blindfullur og ég vissi naumast, hvað ég gerði.“ — Ekkj- an, sem heyrt hafði samræðurn- ar, tók þá til máls og sagði: „Já, en getur nú ekki skeð, að peningarnir komi til skila, þótt langt sé um lið- ið?“ „Nei og aftur nei! Svo heið- arlegur er ekki heimurinn," svar- aði sjómaðurinn. Ekkjan gekk þá þegjandi að hirzlu nokkurri, lauk henni upp, tók þaðan peninga- budduna og lagði hana á borðið hjá eigandanum. „Sjáðu nú, hvort ekki eru til heiðarlegir menn í heiminum," mælti hún um leið. II. Þessa litlu sögu hef ég þýtt úr erlendu smásagnariti. Mér finnst sagan þess verð, að henni sé gaum- ur gefinn. Það er ekki laust við, að mér finnist að heiðarleiki og skil- vísi sk-ipi oft lægri sess en þeim ber í daglegu líf voru á þessum dögum. Vonandi lagast þetta. En gætið þess, lesendur góðir, að eng- inn skapaður hlutur lagast af sjálfu sér. Það verður eitthvað að gera til þess. Hverjir eiga að beita J) Rússnesk rúbla jafngilti þá 4 ísl. krónum.

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.