Vorið - 01.06.1944, Side 28

Vorið - 01.06.1944, Side 28
58 V O R I Ð sjálfir að þeir séu fyndnir, séu það aldrei. Ha, ha. Lilly: En ég hef heyrt, að þeir, sem hlæja að sinni eigin fyndni, séu bæði heimskir og montnir. Fríða: Blessuð hættið þið þessu karpi, það er okkur öllum til leið- inda. Við skulum öll syngja: „Nú er sumar. . . .“ o. s. frv. Sveinn og Lilly: Já — já — þú byrjar þá sjálf. Fríða: Þá það. (Hún byrjar: „Nú er sumar gleðjist gumar,,. Þau syngja öll kvæðið á enda). Sveinn: Bærilega tókst nú þetta. Alltaf syngur þó Fríða bezt. Lilly: Þetta verður voða skemmtilegt sumar, úr því að við fáum öll að vera á sama bæ. Sveinn: Við skulum nú lofa því að láta okkur koma vel saman og líka vera dugleg, svo að fólkið skaðist ekki á því að hafa okkur. Fríða: Hvað varst þú látinn vinna í fyrra og hvað fékkstu í kaup? Sveinn: Allt mögulegt látinn vinna: smala, rýja, þvo ull, slá og raka. Seinast gat ég slegið með sláttuvél, og það var mest gaman. Lilly: Hvað verðum við látnar gera, telpurnar? Sveinn: Mjólka kýr, sækja þær, hirða garðana, hjálpa til við þjón- ustubrögðin og ég veit ekki hvað og hvað. Fríða: Hvað var um kaupið? Sveirm: Fríða er alltaf að hugsa um fjármálin. Hún verður prýði- leg búkona. Lilly: Af hverju getur þú ekki svarað þessu með kaupið? Er það leyndarmál? Sveirm: Ég hafði ekki neitt fast kaup. En ég fékk mjög gott fæði; ágæta þjónustu, nóg að sofa, lærði að vinna og að meta gildi hennar. Svo fékk ég 200 kr. í peningum, þegar ég fór, alfatnað, nærföt, plögg og vettlinga, kjöt, kartöflur og slátur. Reiknið þið svo sjálfar. Lilly: Það er ekki hægt að reikna þetta. Fríða: Það er allt gott og bless- að. Við skulum öll vinna og það vel. Sveinn: Já! Húrra! gaman, göng- um fram til þarfa og starfa. Fríða: Syngjum lag, syngjum brag. Lilly: Sorgir deyja hvern einn dag. Öll: Á Hnjúki við höldum öll saman. Hæ—hó,hvað það verður gaman. Vinnum svo vasklega störfin, vinnum, þá mest er á þörfin. TJALDIÐ. Eins og kunnugt er voru þingvísur gefnar út síðastliðið sumar. í vetur voru börn í einum skóla spurð, hvert væri starf Alþingis. Eitt barnanna svaraði spurningunni þannig, að starf þess væri að gefa út ljóð. -----o----- „Mamma, við erum í skólaleik,“ sagði Sigga litla. „Þá vona ég, að þú kunnir að hegða þér sæmilega," sagði móðir hennar.“ Sigga: „Ég þarf ekkert að „hegða mér“. Ég er kennari!"

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.