Vorið - 01.06.1944, Side 25
VORIÐ
55
Konan þakkaði fyrir ráðlegg-
ingarnar og lofaði, að hún skyldi
gæta drengsins. En hún var nú
ekki alveg sannfærð um, að það
væri hættulaust að hafa opna
glugga, því að dragsúgurinn or-
sakaði venjulega kvef.
Er hún hafði gengið stundar-
korn, sá hún auglýsingu á húsi og
þar stóð: Vatn læknir. Þar gengu
þau inn. í þessari biðstofu var
glugginn líka opinn. Eftir litla
stund komu þau inn til læknisins.
Hann tók á móti þeim brosandi.
Konan skýrði honum einnig frá,
hve drengurinn væri heilsulaus og
táplítill. „Þess vegna baða ég hann
alltaf úr volgu vatni,“ sagði hún.
„Ég skal lofa þér að heyra mitt
álit á, hvað á að gera, til þess að
drengurinn taki framförum,“ sagði
læknirinn. „A morgnana á hann að
bleyta þurrku og nudda skrokkinn
með henni. Svo þerrar hann með
þurri þurrku á eftir og nuddar vel.
Eftir þetta fær hann góða matar-
lyst og á að fá góðan morgunverð.
Þegar hann kemur í skólann, verð-
ur hann léttur og kátur og á auð-
velt með að fylgjast með við nám-
ið. Höndunum verður hann að
halda hreinum. Ekki má hann
gleyma að hreinsa tennurnar, einu
sinni hafði hann tannpínu og
þurfti til tannlæknisins. A sumrin
á hann að baða sig í sjónum. I
fyrsta skipti á hann rétt að fara
ofan í, í annað skipti má hann
vera dálitla stund niðri í, og svo
smálengist tíminn. Þá fer hann að
læra að synda. Sundið er ágæt
íþrótt. Það eykur krafta vöðvanna
og víkkar út brjóstkassann. A
kvöldin þvær hann sér aftur og
burstar tennurnar. Svo háttar
hann snemma, því að börn frá 7—
9 ára eiga að sofa að minnsta kosti
12 stundir, 10 ára börn 11 Vz
stund. 11 stundir er hæfilegt fyrir
13 ára börn og lOVá stund fyrir
14 ára börn. Stúlkur á aldrinum
11—14 ára þurfa að sofa hálfri
stund lengur. Svona hef ég farið
með strákinn minn og hann hefur
alltaf verið heilbrigður. Farðu eins
með þinn strák, og þá mun honum
batna. Vatnið er ódýrt meðal.“
Konan þakkaði fyrir og fór. En
ekki var hún fullviss um, að allt
þetta væri rétt. En þegar hún sá
auglýsingu hjá lækningastofu Sól-
ar læknis, fór hún þar inn.
Hér voru allir gluggar opnir og
sólin skein inn. Sól læknir brosti
svo blíðlega, að drengurinn gekk
til hans og heilsaði honum. Hann
var ekkert hræddur við þennan
lækni. Læknirinn talaði um sólbað
og hve gagnlegt sólskinið væri.
„Er drengurinn vanur að fá
sólbað?“
„Nei,“ var svarað.
„Jæja, en það er mjög hollt.
Það styrkir beinabygginguna, og
hefir áhrif á f jörefnin. Ekki er vert
að vera lengur en 5 mínútur í sól-
baði í fyrsta sinn, en svo má lengja
tímann. Ef sólskinið er mjög heitt,
er betra að vera á hreyfingu. Sólin
gerir okkur brún á litinn. Fólk á