Vorið - 01.06.1944, Blaðsíða 10

Vorið - 01.06.1944, Blaðsíða 10
VORItí SNORRI SIGFÚSSON: Kaupstaðarferðin. Oft hafði Jón litli á Gili dáðst að pabba sínum, þegar hann stýrði bátnum upp í lendinguna, fram hjá skerjunum, sem brimið braut á. Þá stóð hann á bakkanum og horfði á bátinn, meðan hann klauf öldurnar með ofsa hraða, svo að sjórinn varð hvítur í kringum hann. Og það var svo undur gam- an að geta þá hlaupið niður í f jör- una, kysst pabba og boðið hann velkominn að landi. Og þegar búið var að kasta fiskinum úr bátnum upp í fjöruna og setja, gekk Jón við hlið pabba síns heim — og þar var þeim jafn- an fagnað af mömmu og systkina- hóp. Sigurður á Gili var orðlagður sjómaður. Hann var greindur og gætinn, og svo var sagt, að enginn væri honum snjallari við að stýra bát í ólgusjó og brimi. Og allir vissu, að lendingin á Gili var afar slæm og hættuleg, vegna skerja og grynninga allt í kringum hana. Og ef þeim, sem ætluðu sér að lenda þar í brimi, fataðist stjórnin, var dauðinn vís. En Sigurði skeikaði aldrei stjórnin, — nema einu sinni. Og þá sögu ætla ég að segja ykkur. Það var venja Sigurðar á Gili að fara í kaupstað á bátnum sín- um einu sinni á vetri. Og þegar Jón var 12 ára, fékk hann að fara með. Alls voru 6 á bátnum, 4 há- setar, Sigurður formaður og Jón litli sá sjötti. „Skjöldur“ var ára- bátur. Engar vélar voru þá til í neinum bát og þekktust ekki þá. Ferðin gekk vel í kaupstaðinn, og Jón litli var himinlifandi af kæti yfir þvi að fá að vera með. „Það verður einhvern tíma gagn að honum Nonna litla við árina,“ sögðu hásetarnir. Þetta var ný uppörvun fyrir Jón litla, og hann herti róðurinn sem mest hann mátti. „En ég er viss um, að ég get aldrei stýrt bát eins vel og hann pabbi minn,“ sagði hann, í auðmjúkum tón. „Og ekki er nú gott að segja um það,“ sagði Pétur háseti, „þetta lærist með aldrinum, ef menn nenna bara að taka eftir og gæta sín. Enginn veit að hvaða gagni barn verður.“ Nú var komið í kaupstaðinn og byrjað að verzla. Margt var keypt, bæði af matvöru og ýmsu dóti, og var allt borið jafnóðum út í „Skjöld“, sem lá við litla bryggju rétt hjá búðinni. Jón litli fékk einnig að kaupa ýmislegt smávegis, og hann hugs- aði til þess með ósegjanlegri til- hlökkun, hve gaman yrði að koma

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.