Vorið - 01.06.1944, Side 17

Vorið - 01.06.1944, Side 17
VORIÐ 47 tæri við örninn. En sá leikur sýnd- ist ójafn og útséð hver endirinn yrði. Enda sagði móðir mín, að þegar hún leit upp frá þvottinum við ána og horfði á eftir erninum með mig í klónum, gat hún ekki ímyndað sér, að hún sæi mig nokk- urn tíma lifandi, og kannske ekki einu sinni liðna. En hvatastur maður og snarráð- astur þar var Bogi Kristjánsson kammerráðs, er á þeim árum mun hafa verið fyrirvinna móður sinn- ar. Hann var skotmaður góður, og flaug honum fyrst í hug að freista að skjóta örninn. En sá samstund- is, að það væri Lokaráð. Fyrst og fremst óvíst, hvort skotið kæmi í mig eða fuglinn, í öðru lagi ekki annað við það unnið, ef hann ynni örninn, en að ég félli til jarðar úr háa lofti. Hann greip langa stöng, náði í röskan hest og reið áleiðis að Krossfjalli, þar sem hreiðrið var. Og brátt kom í ljós, að örninn hafði hér færzt of mikið í fang. Ég var stór eftir aldri, og reyndist fuglinum svo þung, að áður en hann var kominn að f jallinu, dapr- aðist honum flugið, svo að hann flaug það lágt, að Bogi komst á reiðskjóta sínum svo nálægt okk- ur, að hann gat slengt stönginni í væng arnarins, svo að hann varð að setjast. Og þar sleppti hann byrðinni, en Bogi þá svo nálægt, að ránfuglinn, með sinn bilaða væng, gerði mér ekki mein, þar sem ég var komin, en lagði á flótta undan manninum. Móðir mín sagði mér, að þar sem Boga tókst að slá stönginni í væng arnarins, hafi hann verið kominn yfir Krossá, svo vega- lengdin, sem hann hefur flogið með mig, hefur eftir því verið um 3 kílómetrar. Þegar Bogi kom að þar, sem ég lá, var ég í yfirliði. Orninn hafði læst klónum gegnum föt mín á brjóstinu, og voru förin eftir klærnar í hörundinu, en sárin ekki djúp, því að fuglinn hafði fengið nægilegt hald í fötunum. Mig minnir, að mér hafi verið sagt að örninn hafi læst nefinu í hár mitt á fluginu. En af því fékk ég engan áverka. Móðir mín sagði mér síðar, að ég hefði verið dauf og utan við mig nokkra daga á eftir. En varan- legt mein fékk ég ekkert af þessari einkennilegu loftferð. Foreldrar mínir fluttu nokkru síðar út í Bjarnarey. Þar átti ég oft að gæta yngri systkina minna úti við. Móðir mín varaði mig jafnan við því, meðan þau voru lít- il, að gæta þeirra vandlega, þegar erni bæri þar yfir, en þeir sáust oft á flugi yfir eyjunum, eða sátu þar á klöppum og skerjum. (Lesbók Morgunblaðsins).

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.