Vorið - 01.06.1944, Blaðsíða 27
VORIÐ
57
geyma það til morguns. Myndir
þú vilja fara að Hnjúki með mér?
Fríða (æst): Til hvers ertu að
tala um það. Húsmóðir mín slepp-
ir mér ekki. Ég er búin að segja
þér, að ég þoli ykkur ekki, þessi
lífsglöðu sveitabörn.
Lilly: Svo-nú-þá. Annars kem
ég frá því að tala við húsmóður
þína. Hún er á förum norður í
land með börnin sín og þarf þín
ekki með á meðan. Hún sagði, að
ég mætti ráða þig að Hnjúki í
sumar.
Fríða (sprettur á fætur): Ef
þetta er satt, þá ert þú engill. —
(Kyssir Lilly). Nú er ég svo glöð.
Við skulum syngja og dansa:
„Siggi var úti. . . .“ o. s. frv.
(Barið að dyrum).
Fríða og Lilly: Kom inn.
Sveirvn (kemur inn): Góðan
daginn. Ég kom til að kveðja
ykkur.
Lilly: Komdu þá fyrst sæll.
Fríða: Hvert ert þú að fara?
Sveinn: Ætli ég verði ekki að
fara í sveitina. Þó að mér þyki það
alls ekki gott.
Fríða (undrandi): Ekki gott að
fara í sveit!
Sveinn: Ég vildi heldur vera
sendill eða blaðasali í sumar, þá
gæti ég keypt mér „cigarettur“ og
sælgæti og farið í bíó!
Lilly: Ef þú ert farinn að reykja,
þá verður nú bara að koma þér í
sveit, og það undir eins.
Sveinn: í fyrra var nú með mér
stelpa að Hnjúki. Hún bæði stal
og reykti, var það þó í sveit.
Friða og Lilly (undrandi): —
Hnjúki?
Sveinn: Já, ég sagði að Hnjúki.
En hvað gengur eiginlega að ykk-
ur?
Lilly: Við verðum báðar á
Hnjúki í sumar.
Sveirm: Þá verður nú ekki leið-
inlegt þar í sumar. Því að alltaf er
nú gott að vera í góðum félags-
skap.
Fríða (stríðin): En hvernig fer
þá með sælgætiskaupin, reyking-
arnar, bíóin og allt hitt, sem þú
varst að mæla bót.
Sveinn: Ég hef aldrei stolið og
lítið reykt. Ég hlakka til að koma
á hestbak og hitta fólkið, sem ég
var hjá í fyrra.
Lilly: Ég hlakka til að tína ber
og ganga í skóginn.
Sveinn: Þú þarft nú víst nokk-
uð langt frá Hnjúki, ef þú ætlar í
skógargöngu. Ég fór í fyrra um alla
landareignina og sá reyndar hvergi
skóg.
Fríða: Ég hlakka mest til að sjá
litlu lömbin.
Lilly: Og ég kálfana.
Sveinn: Ég hlakka mest til að
sjá veturgamalt tryppi, sem var
folald í fyrra.
Lilly: Nú, var þá veturgamalt
tryppi folald í fyrra, alltaf ertu
sleipur í reikningnum.
Sveinn: Þetta er nú bara að
snúa út úr og látast vera fyndinn.
Ég hef heyrt, að þeir, sem halda