Vorið - 01.06.1944, Side 14

Vorið - 01.06.1944, Side 14
44 VORIÐ Já, guðinn, sem venjulega stend- ur þarna inni í musterinu.“ „í musterinu mínu?“ Tsao Ling kinkaði kolli. „Þú hlýtur að vera vitskertur, drengur.“ „Eg-----------ég sá hann svo greinilega." Presturinn stóð upp og gaf Tsao Ling bendingu um að koma með sér. Þeir gengu inn í aðal- musterið. En þeir voru varla komnir inn fyrir dyr hins skugga- lega helgidóms, þegar presturinn hljóðaði upp yfir sig. Pallurinn, sem regnguðinn var vanur að standa á, var auður. „Hvar.... hvar. . . . “ Prest- urinn gat ekki sagt meira. En Tsao Ling skildi, hvað hann átti við og mælti: „A stóra maísakrinum austan við musterið.“ „Fylgdu mér þangað.“ Tsao Ling hljóp svo hratt, að presturinn gat ekki fylgt honum eftir, enda þótt hann gengi eins greitt og hann gat, vegna síða kyrtilsins. En þegar hann kom út að akrinum, var Tsao Ling horf- inn með öllu. „Veslings drengurinn,“ tautaði presturinn. „Hann þorir ekki að fara út á akurinn.“ En í þessum svifum bar fyrir hann sýn, sem dró að sér alla at- hygli hans. Uti á miðjum akrinum sá hann líkneskið af sjálfum regn- guðinum bera yfir kornstengurnar. Hann féll á kné og beygði and- lit sitt til jarðar. Þannig hvíldi hann nokkra stund og þorði ekki að líta upp. En, hvað var nú þetta? Þegar hann leit upp aftur, sá hann að guðinn gekk eftir akrinum. Jú, þetta var engin missýning. Guð- inn fjarlægðist óðum. Presturinn stóð ráðalaus. Þetta var óvenjulegur fyrirburður. Hann vissi ekki, hvernig hann átti að bregðast við þessu. Hann vissi ekki, hvað var að gerast. Voru dauðar trémyndir orðnar lífi gæddar? Eða.... Hann hafði aldrei heyrt getið um neitt þessu líkt. Loksins afréð hann að ganga inn á akurinn og athuga þetta fyr- irbrigði nánar. En þótt hann hrað- aði för sinni sem mest hann mátti, þá dró þó ekkert saman með hon- um og regnguðinum. Og allt í einu hvarf hann með öllu. Það leit helzt út fyrir, að jörðin hefði gleypt hann. Presturinn stóð nokkra stund í sömu sporum og starði þangað, er hann hafði séð guðinn hverfa. Skyldi hann ekki koma í ljós aftur? Nei.... En hann varð var við nokkuð annað. Það var skyndilega barið bylm- ingshögg á bakið á honum, og þeg- ar hann leit við, sá hann dreng- hnokka, sem kallaði reiðilega: „Hvað ert þú að gera hérna á

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.