Vorið - 01.06.1944, Blaðsíða 31
Skátar
stundir aflögu til slíkra hluta, eins
og þér vitið. Ég er smeykur um, að
þér gagnrýnið kvæðið „Játning
farmannsins“. Ég orti það að
mestu leyti eftir sögu, sem birtist í
„Vorinu11 fyrir skömmu."
Ég læt svo lesendur „Vorsins“
dæma kvæði þessa unga manns,
en ekki þætti mér ólíklegt, að
hann ætti eftir að yrkja mörg
kvæði enn. Hann er afdalabarn
þessi drengur, en þótt afdalabörnin
fari margs á mis, njóta þau þó eins,
sem er þeim dýrmætara en flest
annað í uppvextinum, en það er
kyrrð og friður, næði til að hugsa,
næði til að vaxa og þroskast við
barm hinnar lifandi náttúru. Við
þessi dýrmætu skilyrði hafa flest
okkar skáld alizt upp. Hitt kvæðið
birtist væntanlega í næsta hefti.
SUMARDAGURINN FYRSTI.
Þetta nafn hefur ætíð vakið
gleði og tilhlökkun í hjörtum Is-
lendinga. En hvers vegna? Það er
vegna þess, að veturnir á Islandi
eru kaldir og langir. Með vorinu
koma fuglarnir, sem flúðu kalda
veturinn, þá grænkar jörðin og
blómin stinga upp kollinum.
En ekki er nú samt alltaf svona
sumarlegt á sumardaginn fyrsta.
Stundum er allt alþakið snjó, eng-
inn fugl kominn, og ekkert bendir
á, að vorið sé í nánd.
En engu að síður er þessi dagur
í miklum metum hér á landi, því
að hvernig, sem á stendur, gefur
hann þjóðinni nýja von og krafta
í baráttunni við myrkur og
kulda.
H. J. M.
Lóa.