Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 19

Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 19
VORIÐ 113 krakkarnir voru komnir inn og voru farnir að taka upp dótið sitt, >ók kennarinn eftir því, að Jón litli 'ar að skæla. „Hvað gengur að þér, Jón niinn?“ sagði kennarinn. „Ég — ég er búinn að týna öllu dótinu mínu,“ snökti Jón. „Nú liefur þú farið seint að hátta í gærkvöldi, Jón litli,“ sagði kenn- arinn, „úr þ\ í að þú hefur ekki haft sinnu á að loka töskunni þinni í niorgun.“ Svo var sezt við að læra. Álfinum var farið að leiðast und- ir ofninum. Hann læddist fram úr fyl gsni sínu og skreið undir næsta borð. Hann skreið milli borðanna, en þar var æði þröngt og ekki vel bjart, svo að hann rak sig á tærnar á einum drengnum og var nærri dottinn, en hann greip í litlutána honum í fátinu og kleip svo fast, 'tð strákur rak upp skræk. Þetta þótti álfinum gaman, en strákur bélt, að félagi sinn hefði stigið ofan á tána á sér. Álfurinn skemmti sér innilega. Og nú lék hann sama leik- inn hvað eftir annað. ,,Æ,“ sögðu krakkarnir. „Hvað er að?“ sagði kennarinn. „Hann kleip mig,“ sögðu krakk- arnir. „Getið þið ekki setið kyrr og baft hljótt?“ sagði kennarinn. Álfurinn skemmti sér. og lék á- b'am sama leikinn. Að lokum sagði kennarinn: „Þetta getur ekki verið allt með felldu. Hér hlýtur að vera álfur inni.“ Og svo var farið að leita. Álfurinn varð dauðskelkaður. Hann ætlaði að flýta sér í ofnkrók- inn, en hann varð of seinn. Einn krakkinn sá í skottið á húfunni hans. Svo hófst eltingaleikur. Kennarinn og allir krakkarnir hlupu á eftir álfinum, en í fátinu hafði einhver opnað dyrnar, og álf- urinn slapp út á ganginn, og þar hvarf hann. „Þetta dugar ekki,“ sagði kennar- inn. „Við verðum að ná í álfinn.“ • Allt í einu hrópaði ein stúlkan: „Hérna er hann!“ Hún hafði séð svolítið rautt skott upp úr einni kápuerminni, sem álfurinn liafði flúið í. Kennarinn brá við og greip utan unr ermina. Nú var búið að handsama söku- dólginn. Kennarinn og allir krakkarnir voru orðin bálreið við állinn. Þeint kom saman um, að auðvitað hefði það verið hann, sem týndi öllu dót- inu hans Jóns litla og gerði öll Jressi ólæti í bekknum, svo að enginn gat lært neitt. Þau sögðu því, að sjálf- sagt væri að Jón litli tæki álfinn í sína tómu tösku ög færi með hann út í skóg og henti honum í tjörnina. Þá yrðu þau laus við hann fyrir fullt og allt. Álfurinn bað og grét og lofaði öllu fögru, en hann fann enga misk- unn. Honum var troðið í tösku Jóns, og nú var lrenni lokað vand-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.